Leita í fréttum mbl.is

Ég er komin á hausinn.

Já ekki varđ ég glöđ međ skattahćkkun og annađ skemmtilegt sem viđ fengum yfir okkur í dag. Samt fór ég í klippingu og strípur í dag til Rannveigar ţađ var ćđislegt enda veit hún ekki hvađ verđbólga er, alltaf jafn ódýr.
En ţetta er ţađ sem alltaf hefur gerst, hćkka skatta, hćkka skatta, helst mest á ţá sem hafa um og undir 100.ţúsund kallinum. Mér finst nú ađ ţeir sem hafa yfir milljón á mánuđi mćttu allveg taka meira á sig og ţeir sem hafa 150.000- mćttu vera skattlausir. En ţeir sem eiga pening ráđa öllu er ţađ ekki?? Allaveg var ţađ svoleiđis.
Jćja ég fékk ţessar vísur sendar. Ákvađ ađ koma ţeim hér á framfćri. Passiđ ykkur á Grýlu.

Glitnisgaur kom fyrstur,
gráđugur í öll bréf.
Hann laumađist í vasana
og lék međ fólksins fé.

Hann vildi sjúga ţjóđina,
ţá varđ henni ekki um sel,
ţví greyiđ var sko afćta,
ţađ gekk nú ekki vel.

2.
Björgúlfsaur var annar,
međ gráa hausinn sinn.
Hann skreiđ úr skipi hafsins
og skaust í bankann inn.

Hann faldi sig í Rússlandi
og frođunni stal,
međan bjórmeistarinn átti
viđ Yeltsín gamla tal.

3.
Bjármann hét sá ţriđji,
böđullinn sá.
Hann krćkti sér í milljarđa
ţegar kostur var á.

Hann hljóp međ ţá til Noregs
en hirti ekki um sjóđina,
sem féllu hver af öđrum
viđ sjáum núna slóđina.

4.
Sá fjórđi, Bćndasleikir,
var fjarskalega sljór.
Og ósköp varđ hann leiđur,
ţegar bankadruslan fór.

Ţá ţaut hann eins og Welding
og ţotuna greip,
og flaug međ henni í London
ţví krónan var svo sleip.

5.
Sá fimmti Smárasnefill,
var skrítiđ fjármagnsstrá.
Ţegar hinir fengu í nefiđ
hann barđi dyrnar á.

Ţeir ruku'upp, til ađ gá ađ
hvort gestur vćri á ferđ.
Ţá flýtti' ann sér ađ pokanum
og fékk sér góđan verđ.

6.
Sá sjötti Sigjónárna,
var alveg dćmalaus.-
Hann framundan rústunum
rak sinn ljóta haus.

Ţegar fólkiđ vildi skýringar
á auralausum reikningum,
hann slunginn var ađ afsaka
og skyldi ei neitt í hlutunum.

7.
Sjöundi var Heiđarmár,
sá var sjaldan sýndur,
ef fólkiđ vildi tal af 'onum
hann var alltaf týndur.

Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir ţví,
ţó ţjóđarskútan marađi
ţá hálfu kafi í.

8.
Baugabur, sá áttundi,
var skelfilega ţver.
Hann hluta keypt'af bönkunum
međ hluta úr sjálfum sér.

Svo lánađi hann sér milljarđa
og yfir öđrum gein,
uns hann stóđ á blístri
og stundi og hrein.

9.
Níundi var Nógafaur,
nćmur á fé og snar.
Hann hentist út um heiminn
og hluti keypti ţar.

Á enskum bita sat hann
í símaleik
og át ţar hluti drjúga,
enga Breta sveik.

10.
Tíundi var Skallakjaftur,
tungulipur mann,
sem hamađist á landslýđ
og ćsti upp hann.

Ef vammlegt var hvergi
né ósiđlegt ađ sjá,
hann oftast nćr seinna
í ţađ reyndi ađ ná.

11.
Ellefti var Stjórnaskelfir
aldrei fékk sá kvef,
og hafđi ţó svo hláleg
og heljarstór eyru og nef.

Ef fnyk af féhyggju
ekki hann fann,
ţá léttur, eins og reykur,
lyktina upp spann.

12.
Sólráđur, sá tólfti,
kunni ađ spinna vef.-
Hann ţingmannasveitina
sveigđi í kosningaţref.

Hann krćkti sér í fylgi,
ţegar kostur var á.
En stundum reyndist enginn
akkurinn hans ţá.

13.
Ţrettándi var Kreppugeir,
ţá var komiđ kvöld,
alltaf kom hann síđastur
á bankahrunsöld.

Hann blekkti litlu börnin sín,
sem mótmćltu prúđ og fín,
og trítluđu um bćinn
međ spónaspjöldin sín.

Höfundur óţekktur


Ég lifi enţá.

Já ţeir lifa lengst sem lýđnum er leiđast, ţetta heyrđi ég í bernsku og er trúlega en í fullu gildi. Allavega er ég bara sprelllifandi en hef bara veriđ annađ ađ brasa en ađ blogga. Núna ćtla ég ekki heldur ađ blogga neitt af viti.
Ţađ á ađ gefa börnum brauđ
ađ bíta í á jólunum.
Kertaljós og klćđin rauđ
svo komist ţau úr bólunum.
Hafiđ ţađ gott á ađventunni og hugsiđ um sjálfa/sjálfan ykkur.

Jólasveinar.

Svona eru Jólasveinarnir í Dimmuborgum flottir. Ţetta eru sko alvöru jólasveinar, og ţeir gáfu okkur epli.  Vođa gaman.

 Copy of Skólaferđalag 3 des 2008 026

 

Skólaferđalag 3 des 2008 033

Stilltir og prúđir krakkar og jólasveinar í Dimmuborgum.


Skólaferđalag 1-6 bekkjar.

Á morgun er 1-6 bekkur á Kópaskeri og Lundi Öxarfirđi ađ fara í skólaferđalag, stefnan er tekin á Mývatnssveit ađ hitta jólasveinana í Dimmuborgum. Ţađ segja mér börnin ađ ţar séu sko alvöru jólasveinar, ekkert plat eđa "plastjólar,, eins og einn sagđi um jólasveinana sem hjálpuđu viđ ađ kveikja á jólatrénu um helgina. HOO hvađ ég hlakka til ţótt viđ höfum líka fariđ ţangađ í fyrra. Ég vona bara ađ ţeir taki ekki feil á mér og mömmu sinni Grýlu gömlu. Grin Svo á ađ fara í Vogafjósiđ líka, bćđi í kaffi og kvöldmat.  Einn jóli ćtlar ađ koma međ okkur í íţróttahúsiđ ţarna á milli ţess ađ viđ étum. Á heimleiđ er áćtlađ ađ stoppa á Húsavíkinni og sjá Emil í Kattholti. Seint og um síđir komum viđ svo heim aftur. Ţađ held ég ađ jólin hljóti ađ fara ađ nálgast eftir hittinginn viđ Jólasveinana.  W00t Ţađ er eins gott ađ muna eftir myndavélinni.


Ný vinnuvika ađ hefjast.

Ţađ er bara bannađ ađ vera svona löt eins og ég hef veriđ seinnipartinn í dag.

En ég bjó til ađvenntukrans í gćr ađ vísu vantar mig festingar fyrir kertin svo ţau koma seinna. Ţröstur skreytti gamlan kertastjaka sem er frá Ólu ömmu hans. LoL ţetta er nú ţađ fyrsta sem ég geri fyrir jólin.

30 nóv 001              30 nóv 002

Hafiđ ţađ svo gott og ofgeriđ ykkur ekki međ jólastressi.Smile

 


Menning á Kópaskeri.

Á menningardegi var ýmislegt um ađ vera,til dćmis sungiđ og spilađ bingó, veitt hvattningarverđlaun sem Kristján Ingi Jónsson fékk fyrir vinnu sína ađ félagsstarfi međ börnum og unglingum.
Unglingarnir seldu kaffi og vöflur međ rjóma á verđi sem gerist ekki betra eđa 150 krónur heil vafla međ rjóma og sultu, kaffibollinn líka á 150 krónur. Ţarna var sko engin verđbólga.

Nóvemberlok.

Já um helgina er ţessi mánuđur búin og viđ tekur desember. Fyrsti í ađventu mun vera á sunnudag og ţá fara ađ nálgast jól. Húsbóndinn setti útiljósin í samband í dag og eitthvađ er nú bilađ á ţeim bć og hann ekki mađur til ađ príla í stiga og vesenast međ seríur fyrir ţessi jólin. Ég er ekki mikil jólakerling,hann er miklu meiri jólasveinn. Ég hef sjaldan föndrađ fyrir jólin.
Hér á Kópaskeri á ađ halda hátíđ á morgun svokallađan menningardag, eins og viđ séum ekki menningarleg alla daga.

Dagskráin er svona.
Menningardagur á Kópaskeri

Laugardaginn 29. nóvember 2008

Íţróttahúsiđ verđur opiđ frá 10-12 til uppstillingar.

Dagskrá:

Húsiđ opnar kl. 13:00 - dagskrá hefst kl. 13:30

13:30 Setning menningardags

13:35 Ávarp sveitastjóra

13:50 Tónlistaratriđi

14:00 Hugvekja

14:10 Tónlistaratriđi

14:20 Upplestur

14:30 Tónlistaratriđi

14:40 Hvatningarverđlaun afhent

14:45 Kaffisala á vegum 9. og 10. bekkjar Öxarfjarđarskóla

15:00 Bingó

16:00 Jólasveinar koma í heimsókn. Ljós tendruđ á útijólatrénu.

Sölubásar opna eftir kl. 14:40

Vekjum athygli á ađ ekki er tekiđ á móti kortum.

Tilvaliđ ađ kaupa íslensk í jólapakkann
Tombóla

Bókasafniđ verđur međ tvítök til sölu

Heimöx

Kökusala

Fjallalamb

Og fleira


Ţćr hefđu átt ađ vera fyrir norđan.

Ć greyin, ţađ er varla hćgt ađ vorkenna ţessum ungu dömum. En varla var ţeim hlýtt. Fyrir ţeirra hönd er ég fegin ađ ţađ var ekki snjókoma og rok.
Vonandi er ekki fariđ eins illa međ lođdýr eins og ţćr gáfu í ljós.

mbl.is Í eigin skinni á Lćkjartorgi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kvöldblogg.

Já ég er lifandi eftir helgina enda ekki viđ öđru ađ búast. Hef veriđ ađ vinna smá og lćra svo ég geti útskrifast sem stuđningsfulltrúi frá VMH um jól. En svo er ađ byrja ný vinnuvika og alltaf nóg ađ gera, Sérstaklega ţar sem ég er farin ađ kenna líka. Hafiđ ţađ gott kveđja frá Skerinu.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Guðrún Jónína Eiríksdóttir
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
54 ára kerling bý á Kópaskeri, bjó áður í Ystuvík og á Akureyri, uppalin í Nýlendu á Stafnesi og  margra barna mamma fósturmamma og amma sem hefur ýmsar skoðanir á lífinu.  
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband