Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Sjaldgjæft.

Það er nú orðið frekar sjaldgjæft að sjá svona fréttir. Kanski sumir hafi ætlað að nota tíman og strauja eða hella uppá könnuna.

mbl.is Rafmagnslaust í 4 tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátt er svo með öllu illt.

Þar fann ég eitt sem er jákvætt við hátt gengi. Erlendum ferðamönnum fjölgar því nú fá þeir fleiri krónur fyrir sína mynt og þá koma evrur og pund inn í landið.
mbl.is Erlendum gestum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stutt ferðalag.

Ég fór í frekar stutt ferðalag í dag, rúmlega átta í morgun lagði ég af stað til höfuðstaðar norðurlands Akureyri. Sá allan snjóinn þar. Fósturdóttirin þurfti í tannréttingarnar og húsbóndinn ekki keyrsluhæfur hann hefur bara eina hendi í lagi eins og er. Dagurinn fór í endalausa snúninga hingað og þangað, sóttum svo að lokum sófann sem var verið að bólstra. Þá beið okkar steik hjá mági og svilkonu, namm namm. Fórum af stað heim um 7 og þar sem ég keyrði þá vorum við tæpa þrjá tíma á leiðinni, tekur vanalega tvo tíma og korter, en það var hálka sumstaðar.  Nú er ég að fara að sofa svo ég segi bara. Góða nótt.

Nú varð ég hissa.

Já þegar ég kom í búðina okkar Bakka á Kópaskerinu (góð búð með allar nauðsynja vörur) þá var mér sagt að það væri mynd af mér í mogganum, ekki fannst mér það trúlegt en viti menn það var verið að vitna í seinustu bloggfæslu mína. Já ekki vissi ég að þetta gæti gerst hvað þá meir. Ætlaði bara að láta ykkur vita hvað ég er orðin fræg LoL allavega hér. Annars er lítið að frétta af mér fjarfundarbúnaðurinn (við f.s.h.)var bilaður svo ég komst ekki í tíma í dag.  Sendi bara góðar kveðjur til allra sem lesa þetta rugl mitt. Passið ykkur á myrkrinu.Sleeping Góða nótt.

Uppsagnir.

Því miður er ég hrædd um að þetta sé bara byrjunin á uppsagnarhrinu sem mun verða. Ég er hrædd um að mörg fyrirtæki munu þurfa að fækka fólki og sum munu fara á hausinn. Vonum samt að ég sé bara svona svartsýn, þetta gangi ekki eftir.
Hafið eins góðan dag og þið getið.
mbl.is 151 sagt upp hjá ÍAV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veður

Hann reif sig mikið hann Kári í gærkvöld og fram á nótt. Hér urðu einhverjar skemdir niðri á bryggju og þak fauk af skúr. Bryggjan er full af grjóti. Ég hafði gleymt plast sólstól úti og hann er auðvitað farinn eitthvað út í buskann.

Vegurin yfir Melrakkasléttu er fullur af rekadrumbum.   Vá hvað ég er með neikvæðar fréttir.  

 En mér finst gott að það er mjög lítil snjór.

 

 

Þekkið þið þennan? Ég held að þetta sé ekki minn..              Rass í snjókomu

Hafið það gott, kveðja.


Nenni ekki að skrifa um peninga.

Nei nú er ég komin með upp í kok í bili á allri umræðunni um skuldir okkar Íslendinga næstu árin eða áratugina kanski. Svo ég held að betra sé að skrifa um veður. Ekki er það  Davíð og stjórninni að kenna.   En hér er ROK (svona eins og ég man eftir á suðurnesjum í denn) ég ætla ekki út að athuga hvort ég stend enda tábrotin og hölt. Frown Ekki farið að snjóa enþá neitt sem heitir getur, hér er bara smá föl og hált. Og þar sem ég er í námi frá Framhaldsskólanum á Húsavík þá er best að snúa sér bara að því og klára verkefnið í samtalstækni sem ég átti að skila í gær Blush  Sko ég er að klára stuðningsfulltrúann svo ég fer að vera lögleg í þeim hluta vinnunnar en ég er að vinna hér í Kópaskersskóla sem stuðningsfulltrúi og leiðbeinandi að hluta.  Þrösturinn minn (karlinn) er í stórum fatla eftir uppskurð á öxl og ég bíð stundum eftir að hann kalli "ég er búin" eins og börnin því margt er erfitt með eina lausa hendi.  Já margt er mannanna böl. W00t  En verum hress.

Góða nótt og hafið það sem best.

 


Þeir stóðu sig vel.

Að mínu mati stóðu bæði Geir og Sigmundur sig vel í Kastljósi í kvöld. Ég var kannski ekki alltaf ánægð með öll svörin en samt fannst mér Geir fara vel út úr þessu. Ég öfunda ríkistjórnina ekki en er svo "heppin" að hafa aldrei kosið sjálfstæðisflokkinn, fannst hann ekki vera á minni línu.  En ég var óánægð með að ekki ætti að skipta um seðlabankastjórana, vildi sjá aðra þar við stjórn,ekki menn úr pólitík ég vil líka kosningar svona undir vor. Ég teldi það óábyrgt af ríkistjórn að kúpla út núna strax. Vont skip með engan skipstjóra í ólgusjó. Pouty

Hafið það svo eins gott og þið getið. Knús frá tábrotnu Dúnu.  Whistling     Sleeping 


Svaf vel í jarðskjálftanum.

Auðvitað svaf ég eins og steinn þegar jarðskjálftinn varð hér í Öxarfirði, enda hef ég sofið af mér efnahag allra landsmanna líka. Svona hér um bil allavega.  Annars er allt gott að frétta af mannlífi hér á þessum útkjálka, hér er gott að vera eins og allsstaðar annarsstaðar ef vinna er fyrir hendi. Ég hef oft sagt að ég gæti allsstaðar búið ef ég ætlaði mér það, held að eitthvað sé til í því.  Ég er búin að prufa að vera bóndi og ekki öfunda ég þá núna. Við verðum að vera góð hvort við annað og muna að brosa þrátt fyrir erfiðleika, það hefur margföld áhrif.Smile 

Eitt lag hefur djöflast í kollinum á mér.

það er.

 

Brú yfir boðaföllinn

Ef þú átt erfitt,

 

sérð enga von,

 

þú veist þú átt mig að

 

óháð stund og stað.

 

Ég verð hjá þér,

 

vef þig í örmum mér,

 

og skal þér vísa veg.

 

Eins og brú yfir boðaföllin

 

ég bendi þér á leið.

 

 

 

Margt miður fer,

 

margt bölið er.

 

Og margur er í leit

 

að sjálfum sér.

 

Sjá, þú átt völ,

 

að sigra dauða og kvöl.

 

Ég þerra öll þín tár.

 

Eins og brú yfir boðaföllin

 

liggur okkar leið.

 

 

 

Yfir lönd og höf,

 

út á ystu nöf,

 

átt þú mig að, já

 

út yfir dauða og gröf.

 

Ég elska þig

 

og ef þú ákallar mig

 

og allir bregðast þér,

 

eins og brú yfir boðaföllin

 

birtist lífsins leið.

 

Eins og brú yfir boðaföllin

 

ber ég þig á leið.

 

 

 

Höfundur. Ómar Ragnarsson

 

Hafið það sem best og knús í nóttina.

 


Næsta síða »

Höfundur

Guðrún Jónína Eiríksdóttir
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
54 ára kerling bý á Kópaskeri, bjó áður í Ystuvík og á Akureyri, uppalin í Nýlendu á Stafnesi og  margra barna mamma fósturmamma og amma sem hefur ýmsar skoðanir á lífinu.  
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband