Færsluflokkur: Lífstíll
30.11.2008 | 22:13
Ný vinnuvika að hefjast.
Það er bara bannað að vera svona löt eins og ég hef verið seinnipartinn í dag.
En ég bjó til aðvenntukrans í gær að vísu vantar mig festingar fyrir kertin svo þau koma seinna. Þröstur skreytti gamlan kertastjaka sem er frá Ólu ömmu hans. þetta er nú það fyrsta sem ég geri fyrir jólin.
Hafið það svo gott og ofgerið ykkur ekki með jólastressi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.10.2008 | 00:14
Svaf vel í jarðskjálftanum.
Auðvitað svaf ég eins og steinn þegar jarðskjálftinn varð hér í Öxarfirði, enda hef ég sofið af mér efnahag allra landsmanna líka. Svona hér um bil allavega. Annars er allt gott að frétta af mannlífi hér á þessum útkjálka, hér er gott að vera eins og allsstaðar annarsstaðar ef vinna er fyrir hendi. Ég hef oft sagt að ég gæti allsstaðar búið ef ég ætlaði mér það, held að eitthvað sé til í því. Ég er búin að prufa að vera bóndi og ekki öfunda ég þá núna. Við verðum að vera góð hvort við annað og muna að brosa þrátt fyrir erfiðleika, það hefur margföld áhrif.
Eitt lag hefur djöflast í kollinum á mér.
það er.
Brú yfir boðaföllinn
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
Höfundur. Ómar Ragnarsson |
Hafið það sem best og knús í nóttina.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.10.2008 | 18:14
Til hamingju með Reykjanesbrautina.
Ég gleðst yfir þessari frétt. Allveg var komin tími á að þessi vegarspotti kláraðist.
Til hamingju Ísland.
Vonandi fækkar slysum þarna á komandi vetri.
Nýr kafli á Reykjanesbraut tekinn í notkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.10.2008 | 11:45
Er allt orðið brjálað?
Fólskuleg árás á lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.10.2008 | 10:05
Æ ekki snjó.
Ég ræð víst ekki við veðrið frekar en kreppuna. En hér er en hiti enþá yfir frostmarki þótt sennilega sé stutt í frostið. Það er orðið grátt í fjöllum, ég sem þarf að fara til Akureyrar að sækja mannin í flug og er en á sumardekkjunum. Þoli ekki hálku
Hafið það gott og munið að brosa.
Skúrir og slydduél sunnanlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.10.2008 | 01:33
Er það??
Segja Ísland hafi orðið fyrir auðmýkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2008 | 00:03
Íslendsk framleiðsla
Já þetta er sennilega íslensk framleiðsla,,,, en ólögleg og ég ætla ekki að hvetja fólk til að snúa sér að henni. Þegar ég var í Hollandi í sumar þá horfði ég dáleidd á fólk vefja og reykja hass, enda er ég barn á því sviði.
Þetta var eins og að vera í ruglaðri mynd. Ég sat og prjónaði úr lopa á meðan ég spáði í fólk sem var að reykja hass. Ókey ég er ekkert veraldarvön enda bý ég á Kópaskeri, þar sem internetið var fundið upp af vini mínum Pétri Þorsteinssyni. Hafið það gott og passið ykkur á kreppunni.
Ólögleg plönturækt í Breiðholti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.10.2008 | 18:23
Bretar voru nú ekki beint vinir Íslands í þorskastríðinu.
Breskir ráðamenn viðrast ekki hafa lært það í þorskastríðinu að LITLA Ísland er stórasta land í heimi.
Vonandi komast þeir að því núna. Og vonandi verður skoðað hvort hægt sé að kæra þá. Var að skoða pistil Eiríks Bergmanns Einarssonar
http://www.leit.is/thjonsla/go.aspx?url=http://www.mbl.is&mid=254
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.10.2008 | 21:48
Mikið gruggugt vatn.
Það virðist vera hálf óhuggnanlegt vatnið þarna, ekki vildi ég detta í það. Ég tjaldaði nú einu sinni þarna fyrir neðan Ása, þá var sko sól og blíða.
Hafið það sem allra best á krepputímum.
Hlaupið í hámarki við Ása | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.10.2008 | 23:08
Nenni ekki að blogga um bankamál, þetta er betra
Ég leitaði að einhverri frétt sem ekki væri um peninga og fann þessa.
Yoko Ono er komin til Íslands til að kveikja á Friðarsúlunni í Viðey. Það gerir hún á afmælisdeginum hans John Lennons þann 9 október. Það er örugglega uppbyggilegra að lesa svona frétt en allar bankafréttirnar. Verst að vera ekki fyrir sunnan og geta farið út í Viðey til að sjá herlegheitin. Ég sá þessa friðarsúlu bara á myndum í fyrra.
En hafið góða daga þrátt fyrir allar hamfarirnar sem dynja yfir Ísland og mörg önnur lönd þessa dagana.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)