Færsluflokkur: Lífstíll
6.10.2008 | 21:58
Nú fer ég að trúa að kreppan sé komin.
Fólk geti fengið ráðgjöf á einum stað sagði Jóhanna Sigurðardóttir í Kastljósi í kvöld, það hefði nú mátt vera fyrr og á fleirri stöðum. Það hlýtur að vera mjög erfitt þegar fólk á í vanda sama af hvaða tagi að þurfa að fara á milli staða og fá kanski engin svör.
En ég hef trú á því að Jóhanna geri allt sem í hennar valdi stendur til að aðstoða.
Fólk geti fengið ráðgjöf á einum stað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 23:48
Hálka
Já ég var sko nærri kominn út í sjó í dag, það er hálka á götum stórborgarinnar Kópaskers og ég auðvitað á sléttum sumardekkjum trúi samt ekki að það sé kominn vetur og ætla að þrauka lengur.
Betra að tala um hrútspunga og slátur á þessum haustdögum, ég geri að vísu hvorugt þetta haustið, kaupi bara tilbúna lifrarpylsu frá Fjallalambi endrum og eins. Svo er bara að lifa á núðlum þess á milli .
En ég hef ekki sál til að tuða um gengi og peninga. Langar bara að segja góða nótt og þar sem ég verð sennilega ekki nálægt tölvu fyrr en eftir helgi, þá vona ég að helgin verði ykkur góð.
Knús og kossar og passið ykkur á myrkrinu og hálkunni.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.9.2008 | 23:28
Ég er orðin illa rugluð.
Nú er þjóðarskútan allveg að steyta á skerjunum, eða hvað?. Davíð kaupir Glitnir og færir okkur aumingjunum sem ekki áttum þar hlutabréf fullt af peningum á GULLDISKI. Þjóðin græðir (flestir nema þeir sem áttu hlutabréf) margar millur á dag. Ætli við þurfum nokkuð að borga skatta árið sem þeir selja svo bréfin? Og svo verður örugglega eftir fullt af peningum til að borga elli og örorkuþegum landsins mannsæmandi bætur. Ég er nú svo heimsk að það snýst allt í hringi í mínum haus, Davíð var að bjarga einhverju? hverju? Ekki krónunni var það nokkuð? Krónan fellur svo hratt að ég vona að það fari að snjóa svo hún lendi á einhverju mjúku. ÆÆÆ ég er heppin að skulda ekki evrur eða pund ( ég á nokkur pund sem hækka og hækka) Jæja nú er ég orðlaus um efnahagsástandið á Ísalandinu, ætli við förum ekki næst til Póllands í atvinnuleit. Ef ég missi húmorinn þá verður langt gengið og ég sennilega dauð.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.9.2008 | 23:09
Enginn órói hjá starfsfólki Glitnis
Er það hjá öllum starfsmönnunum eða bara "heldri" starfsmönnunum? Ég vona að flestir haldi vinnu sinni, enda á ég tengdason sem vinnur hjá þeim. Hann er örugglega ekki í efstu sætunum. En þar sem ég á víst hluta í bankanum núna þá vona ég að þeir verði frekar látnir fjúka þeir sem réðu í góðærinu, heldur en gjaldkerinn og ræstingarkonan. Mér finnst nefnilega oft vera spöruð krónan en millunum hendt Gott samt að stjórnvöld séu að vakna, hafa sofið nógu lengi. Krónan er en í frjálsu falli þótt ég voni að henni verði lánuð fallhlíf, svo lendingin verði ekki eins hörð.
Knús og kossar.
Enginn órói hjá starfsfólki Glitnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2008 | 11:22
Eitthvað verður að gera.
Já nú er krónan í frjálsu falli, þessa síðustu daga hefur fallhlífin ekki opnast. Stjórnvöld verða að gera einhverjar ráðstafanir. Vont þykir mér að heyra sama sem ekkert í Samfylkingunni eftir að hún komst í réttu stólanna. Það hefði allavega heyrst meira frá þeim hefðu þeir verið í stjórnarandstöðu. Sennilega er auðveldara um að tala en í að komast. En þegar evran er kominn í 141,11 og pundið í 177,91 þá blöskrar mér óskaplega.
Hvernig var það í þessu mikla góðæri sem mér er sagt að sé búið að vera, settu ráðamenn ekkert til hliðar fyrir mögru árin? Fór það allt í þotur og bruðl? spyr sá sem ekki veit. En ég þakka sko fyrir að vera ekki með erlend lán. Nóg er að borga samt.
Ráðamenn brettið upp ermarnar og gerið eitthvað, fáið hjálp til þess frá öðrum ef þarf, ég er hrædd um að sjálfsvíg aukist, þegar fólk sér ekki neina leið til að komast af.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2008 | 01:15
Sandkassaleikur
Lögregla í sandkassaleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2008 | 09:46
Áfram stelpur
Allir að horfa á stelpurnar okkar í dag, þær eru búnar að standa sig frábærlega og eiga eftir að gera það í dag líka. Munið að kveikja á sjónvarpinu klukkan 16.00
Áfram stelpur.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2008 | 08:37
Laugardagur til lukku.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Verður áfram í Garðabæ
- Hafsteinn Óli lék fyrir Grænhöfðaeyjar
- Kvaddur hjá kanadíska liðinu
- Ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis
- Snýr aftur til Íslandsmeistaranna
- Tap gegn Englandi í átta marka leik
- Ósáttur hjá franska stórliðinu
- Ótrúleg VAR mistök í Þjóðadeildinni
- Enn meiðsli hjá íslenska landsliðsmanninum
- Steinlá gegn Víkingi en seldur fyrir metfé