Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
30.11.2008 | 22:13
Ný vinnuvika að hefjast.
Það er bara bannað að vera svona löt eins og ég hef verið seinnipartinn í dag.
En ég bjó til aðvenntukrans í gær að vísu vantar mig festingar fyrir kertin svo þau koma seinna. Þröstur skreytti gamlan kertastjaka sem er frá Ólu ömmu hans. þetta er nú það fyrsta sem ég geri fyrir jólin.
Hafið það svo gott og ofgerið ykkur ekki með jólastressi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.11.2008 | 18:26
Menning á Kópaskeri.
Unglingarnir seldu kaffi og vöflur með rjóma á verði sem gerist ekki betra eða 150 krónur heil vafla með rjóma og sultu, kaffibollinn líka á 150 krónur. Þarna var sko engin verðbólga.
28.11.2008 | 23:27
Nóvemberlok.
Já um helgina er þessi mánuður búin og við tekur desember. Fyrsti í aðventu mun vera á sunnudag og þá fara að nálgast jól. Húsbóndinn setti útiljósin í samband í dag og eitthvað er nú bilað á þeim bæ og hann ekki maður til að príla í stiga og vesenast með seríur fyrir þessi jólin. Ég er ekki mikil jólakerling,hann er miklu meiri jólasveinn. Ég hef sjaldan föndrað fyrir jólin.
Hér á Kópaskeri á að halda hátíð á morgun svokallaðan menningardag, eins og við séum ekki menningarleg alla daga.
Dagskráin er svona.
Menningardagur á Kópaskeri
Laugardaginn 29. nóvember 2008
Íþróttahúsið verður opið frá 10-12 til uppstillingar.
Dagskrá:
Húsið opnar kl. 13:00 - dagskrá hefst kl. 13:30
13:30 Setning menningardags
13:35 Ávarp sveitastjóra
13:50 Tónlistaratriði
14:00 Hugvekja
14:10 Tónlistaratriði
14:20 Upplestur
14:30 Tónlistaratriði
14:40 Hvatningarverðlaun afhent
14:45 Kaffisala á vegum 9. og 10. bekkjar Öxarfjarðarskóla
15:00 Bingó
16:00 Jólasveinar koma í heimsókn. Ljós tendruð á útijólatrénu.
Sölubásar opna eftir kl. 14:40
Vekjum athygli á að ekki er tekið á móti kortum.
Tilvalið að kaupa íslensk í jólapakkann
Tombóla
Bókasafnið verður með tvítök til sölu
Heimöx
Kökusala
Fjallalamb
Og fleira
27.11.2008 | 20:59
Þær hefðu átt að vera fyrir norðan.
Vonandi er ekki farið eins illa með loðdýr eins og þær gáfu í ljós.
Í eigin skinni á Lækjartorgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2008 | 22:50
Kvöldblogg.
22.11.2008 | 18:02
Akureyringar mótmæla líka.
Kröftug mótmæli á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2008 | 18:51
Skil ekki Ögmund allveg, eða þessa frétt.
Jæja ég ætlaði ekkert að blogga um fréttir en gat ekki staðist það. Vil taka fram að ég er ekki Sjálfstæðiskona, samt býsna sjálfstæð.
Eins og blaut tuska | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2008 | 23:12
Góða nótt.
Ætla bara að bjóða góða nótt og vona að sem flestir sofi vært og rótt.
Ég er bara búin að vera dauðþreytt í allt kvöld og held að það stafi af skapvonsku Já það er bara langt síðan ég hef verið eins pirruð og í dag, var bara eins og versta skass, hafði allt á hornum mér allavega flest. Já ég var verri en vanalega.
Góða nótt og sofið vel.
19.11.2008 | 21:10
Góðir gestir.
Ég fékk tvær eðalskvísur (frúr) frá Sandgerði í heimsókn í dag, allavega voru þær aðal skvís þegar ég var ung og efnileg (og þær líka) nú erum við bara efnilegar. Þetta voru þær systur Ólína og Fríða Karlsdætur. Rosa gaman að sjá þær og mikið var hlegið eins og alltaf þegar við Ólína hittumst, Fríðu hef ég séð sjaldnar á síðustu árum Ja kanski áratugum. Við Ólína missum okkur alltaf í ruglinu og getum endalaust hlegið að öllu og engu, eins og mynningum frá því að við vorum unglingar.
Annars lítið að frétta, kvitt og knús.
18.11.2008 | 07:38
Gæti verið hálka.
Er annars á leið í vinnuna, hafið það gott í dag.
Varað við ísingu á vegum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |