Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ný vinnuvika að hefjast.

Það er bara bannað að vera svona löt eins og ég hef verið seinnipartinn í dag.

En ég bjó til aðvenntukrans í gær að vísu vantar mig festingar fyrir kertin svo þau koma seinna. Þröstur skreytti gamlan kertastjaka sem er frá Ólu ömmu hans. LoL þetta er nú það fyrsta sem ég geri fyrir jólin.

30 nóv 001              30 nóv 002

Hafið það svo gott og ofgerið ykkur ekki með jólastressi.Smile

 


Menning á Kópaskeri.

Á menningardegi var ýmislegt um að vera,til dæmis sungið og spilað bingó, veitt hvattningarverðlaun sem Kristján Ingi Jónsson fékk fyrir vinnu sína að félagsstarfi með börnum og unglingum.
Unglingarnir seldu kaffi og vöflur með rjóma á verði sem gerist ekki betra eða 150 krónur heil vafla með rjóma og sultu, kaffibollinn líka á 150 krónur. Þarna var sko engin verðbólga.

Nóvemberlok.

Já um helgina er þessi mánuður búin og við tekur desember. Fyrsti í aðventu mun vera á sunnudag og þá fara að nálgast jól. Húsbóndinn setti útiljósin í samband í dag og eitthvað er nú bilað á þeim bæ og hann ekki maður til að príla í stiga og vesenast með seríur fyrir þessi jólin. Ég er ekki mikil jólakerling,hann er miklu meiri jólasveinn. Ég hef sjaldan föndrað fyrir jólin.
Hér á Kópaskeri á að halda hátíð á morgun svokallaðan menningardag, eins og við séum ekki menningarleg alla daga.

Dagskráin er svona.
Menningardagur á Kópaskeri

Laugardaginn 29. nóvember 2008

Íþróttahúsið verður opið frá 10-12 til uppstillingar.

Dagskrá:

Húsið opnar kl. 13:00 - dagskrá hefst kl. 13:30

13:30 Setning menningardags

13:35 Ávarp sveitastjóra

13:50 Tónlistaratriði

14:00 Hugvekja

14:10 Tónlistaratriði

14:20 Upplestur

14:30 Tónlistaratriði

14:40 Hvatningarverðlaun afhent

14:45 Kaffisala á vegum 9. og 10. bekkjar Öxarfjarðarskóla

15:00 Bingó

16:00 Jólasveinar koma í heimsókn. Ljós tendruð á útijólatrénu.

Sölubásar opna eftir kl. 14:40

Vekjum athygli á að ekki er tekið á móti kortum.

Tilvalið að kaupa íslensk í jólapakkann
Tombóla

Bókasafnið verður með tvítök til sölu

Heimöx

Kökusala

Fjallalamb

Og fleira


Þær hefðu átt að vera fyrir norðan.

Æ greyin, það er varla hægt að vorkenna þessum ungu dömum. En varla var þeim hlýtt. Fyrir þeirra hönd er ég fegin að það var ekki snjókoma og rok.
Vonandi er ekki farið eins illa með loðdýr eins og þær gáfu í ljós.

mbl.is Í eigin skinni á Lækjartorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvöldblogg.

Já ég er lifandi eftir helgina enda ekki við öðru að búast. Hef verið að vinna smá og læra svo ég geti útskrifast sem stuðningsfulltrúi frá VMH um jól. En svo er að byrja ný vinnuvika og alltaf nóg að gera, Sérstaklega þar sem ég er farin að kenna líka. Hafið það gott kveðja frá Skerinu.

Skil ekki Ögmund allveg, eða þessa frétt.

Af hverju er þetta eins og blaut tuska þótt þeir vilji LÆKKA launin? Ef það væri verið að tala um að HÆKKA launin þá væri ég sammála. En ef launin lækka um ca 150.000 þá er hægt að ráða stuðningsfulltrúa í skóla fyrir þann pening. Ég veit það. En hvort það sé sanngjarnt að sumir hafi 140-150 þús á mánuði og þurfi að borga skatta af því það er annað mál. Og mér finnst enginn ætti að hafa undir 200.000 á mánuði, enda lifir enginn á því.
Jæja ég ætlaði ekkert að blogga um fréttir en gat ekki staðist það. Vil taka fram að ég er ekki Sjálfstæðiskona, samt býsna sjálfstæð.
mbl.is Eins og blaut tuska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góða nótt.

Ætla bara að bjóða góða nótt og vona að sem flestir sofi vært og rótt.

Ég er bara búin að vera dauðþreytt í allt kvöld og held að það stafi af skapvonsku Wink Já það er bara langt síðan ég hef verið eins pirruð og í dag, var bara eins og versta skass, hafði allt á hornum mér allavega flest. Já ég var verri en vanalega. Devil 

Góða nótt og sofið vel.


Góðir gestir.

Ég fékk tvær eðalskvísur (frúr) frá  Sandgerði í heimsókn í dag, allavega voru þær aðal skvís þegar ég var ung og efnileg (og þær líka) Whistling nú erum við bara efnilegar. Þetta voru þær systur Ólína og Fríða Karlsdætur. Rosa gaman að sjá þær og mikið var hlegið eins og alltaf þegar við Ólína hittumst, Fríðu hef ég séð sjaldnar á síðustu árum Ja kanski áratugum. Við Ólína missum okkur alltaf í ruglinu og getum endalaust hlegið að öllu og engu, eins og  mynningum  frá því að við vorum unglingar.

Annars lítið að frétta, kvitt og knús.


Gæti verið hálka.

Það má búast við hálku, allavega hér á norðurlandi. Akið varlega. Hér er hvít föl yfir öllu og gæti leynst hálkublettir undir.
Er annars á leið í vinnuna, hafið það gott í dag.
mbl.is Varað við ísingu á vegum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Guðrún Jónína Eiríksdóttir
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
54 ára kerling bý á Kópaskeri, bjó áður í Ystuvík og á Akureyri, uppalin í Nýlendu á Stafnesi og  margra barna mamma fósturmamma og amma sem hefur ýmsar skoðanir á lífinu.  
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband