Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
31.10.2008 | 20:08
Sjaldgjæft.
Rafmagnslaust í 4 tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2008 | 13:00
Fátt er svo með öllu illt.
Erlendum gestum fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2008 | 23:53
Stutt ferðalag.
28.10.2008 | 23:31
Nú varð ég hissa.
27.10.2008 | 14:56
Uppsagnir.
Hafið eins góðan dag og þið getið.
151 sagt upp hjá ÍAV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2008 | 17:08
Veður
Hann reif sig mikið hann Kári í gærkvöld og fram á nótt. Hér urðu einhverjar skemdir niðri á bryggju og þak fauk af skúr. Bryggjan er full af grjóti. Ég hafði gleymt plast sólstól úti og hann er auðvitað farinn eitthvað út í buskann.
Vegurin yfir Melrakkasléttu er fullur af rekadrumbum. Vá hvað ég er með neikvæðar fréttir.
En mér finst gott að það er mjög lítil snjór.
Þekkið þið þennan? Ég held að þetta sé ekki minn..
Hafið það gott, kveðja.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.10.2008 | 15:10
Mig langar í kjötsúpu.
Gott framtak, kjötsúpan alltaf vinsæl.
Kjötsúpan rýkur út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2008 | 23:28
Nenni ekki að skrifa um peninga.
Nei nú er ég komin með upp í kok í bili á allri umræðunni um skuldir okkar Íslendinga næstu árin eða áratugina kanski. Svo ég held að betra sé að skrifa um veður. Ekki er það Davíð og stjórninni að kenna. En hér er ROK (svona eins og ég man eftir á suðurnesjum í denn) ég ætla ekki út að athuga hvort ég stend enda tábrotin og hölt. Ekki farið að snjóa enþá neitt sem heitir getur, hér er bara smá föl og hált. Og þar sem ég er í námi frá Framhaldsskólanum á Húsavík þá er best að snúa sér bara að því og klára verkefnið í samtalstækni sem ég átti að skila í gær Sko ég er að klára stuðningsfulltrúann svo ég fer að vera lögleg í þeim hluta vinnunnar en ég er að vinna hér í Kópaskersskóla sem stuðningsfulltrúi og leiðbeinandi að hluta. Þrösturinn minn (karlinn) er í stórum fatla eftir uppskurð á öxl og ég bíð stundum eftir að hann kalli "ég er búin" eins og börnin því margt er erfitt með eina lausa hendi. Já margt er mannanna böl. En verum hress.
Góða nótt og hafið það sem best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.10.2008 | 23:01
Þeir stóðu sig vel.
Að mínu mati stóðu bæði Geir og Sigmundur sig vel í Kastljósi í kvöld. Ég var kannski ekki alltaf ánægð með öll svörin en samt fannst mér Geir fara vel út úr þessu. Ég öfunda ríkistjórnina ekki en er svo "heppin" að hafa aldrei kosið sjálfstæðisflokkinn, fannst hann ekki vera á minni línu. En ég var óánægð með að ekki ætti að skipta um seðlabankastjórana, vildi sjá aðra þar við stjórn,ekki menn úr pólitík ég vil líka kosningar svona undir vor. Ég teldi það óábyrgt af ríkistjórn að kúpla út núna strax. Vont skip með engan skipstjóra í ólgusjó.
Hafið það svo eins gott og þið getið. Knús frá tábrotnu Dúnu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.10.2008 | 00:14
Svaf vel í jarðskjálftanum.
Auðvitað svaf ég eins og steinn þegar jarðskjálftinn varð hér í Öxarfirði, enda hef ég sofið af mér efnahag allra landsmanna líka. Svona hér um bil allavega. Annars er allt gott að frétta af mannlífi hér á þessum útkjálka, hér er gott að vera eins og allsstaðar annarsstaðar ef vinna er fyrir hendi. Ég hef oft sagt að ég gæti allsstaðar búið ef ég ætlaði mér það, held að eitthvað sé til í því. Ég er búin að prufa að vera bóndi og ekki öfunda ég þá núna. Við verðum að vera góð hvort við annað og muna að brosa þrátt fyrir erfiðleika, það hefur margföld áhrif.
Eitt lag hefur djöflast í kollinum á mér.
það er.
Brú yfir boðaföllinn
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
Höfundur. Ómar Ragnarsson |
Hafið það sem best og knús í nóttina.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)