Leita í fréttum mbl.is

Mánudagur

Vá skrítið að þurfa ekki í vinnu þótt það sé mánudagur. Gott að vera í páskafríi. Lítið héðan að frétta. Sumarið vonandi á næsta leiti.

Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn.
Allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

 

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur.
Eins mig fýsir alltaf þó
aftur að fara í göngur.
Jónas Hallgrímsson.


Hafðu það gott

Ég vil bara þakka Völlu fyrir störf hennar. Hef samt ekki alltaf verið sammála henni. Hafðu það gott Valla mín og guð geymi þig.
mbl.is Valgerður kvaddi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki eðlileg.

Sko eftir að vera með magapínu fimmtudag og föstudag þá var ég bara hress á laugardaginn og var að vinna með öðrum kvennfélagskonum vegna jarðarfarar sem var hér. Á laugardagskvöldið var ég svo orðin fárveik með bullandi hita. Lagðist í rúmmið um tíu og sofnaði nokkru seinna, vaknaði svo að ganga þrjú át c vítamín og sólhatt ásamt verkjatöflum, sofnaði aftur og svaf fast þegar ég vaknaði í morgun var rúmmið rennandi blautt því ég hafði svitnað svo mikið en hitinn var horfinn, floginn út um gluggann. Ég er samt snýtandi mér og hnerrandi en það er nú ekkert, er ansi slöpp líka. Gott að taka páskafríið í leiðindi. LoL

 Karlinn kominn heim og farin að rífa sig eða þannig(ég ríf mig þá bara meira)

Hafið það gott og hættið að hugsa um kreppu, hún fer illa í maga.


Helgi

Nú er en ein helgin kominn og svo koma páskarnir, gott að hafa eitthvað til að hlakka til. Ég er að vísu búin að vera með upp og niður síðan í gær, aðallega niður en það er allt að lagast.  Svo er ég komin í páskafrí að mestu leyti er að vísu að þrífa heilsugæsluna og þarf að gera það fram á miðvikudagskvöld. En skólinn kominn í frí.  Fósturdóttirinn fór í kvöld til mömmu sinnar og verður þar í páskafríinu svo við verðum ein heima gömlu hjúin, sko ef kallinn kemur heim, ég á von á honum á morgun en núna er ég alein heima og líkar það bara vel.

 Hafið það gott og gerið ekkert af ykkur.


Bráðum kemur sumar.

Já vonandi kemur sumar að lokum, því nú er vetur í ýmsum skilningi.

Mars 2009 006

Skólinn á Kópaskeri.

Mars 2009 014

Snjór

Mars 2009 016

Börnin kunna að meta þetta.

Mars 2009 018

Húsið mitt að framanverðu, það er meiri snjór í garðinum.

Hafið það gott, ég kem úr snjóhúsinu með sumarkomu.

Kvitt og kveðja.


Vont veður.

Skólahald fellur niður á Kópaskeri og í Lundi vegna veðurs, eins og á flestum öðrum stöðum í nágrenninu. Já það er víst vetur enþá.

 

30.Mars 2009 006 (1)


mbl.is Stórhríð á Norðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt er í kýrhausnum

Það kemur fyrir á nokkra ára fresti að ég verð orðlaus og það gerðist í kvöld þegar ég var að horfa á fréttirnar og heyrði brot af ræðu Davíðs Oddssonar. Vil bara minna hann á að hann er ekki sá eini sem hefur fengið reysupassann þessa síðustu mánuði. Margir hafa misst vinnuna.  Davíð minn þú ert ekki Guð almáttugur því miður fyrir þig, getur þú ekki bara farið að skrifa sögur? Það fest þér vel úr hendi. Svo vona ég að ALLAR góðar vættir hjálpi Davíð og allri Íslensku þjóðinni.

Minn karl var í aðgerð á öxl og verður í fatla í 5 vikur, hee hann getur ekki lamið mig á meðan(hann hefur aldrei lamið mig enda myndi ég bara lemja á móti).

Kveðja, Dúna í svarstýniskasti sem stendur örugglega ekki lengi.


Blogg.

Á fimmtudag skrapp ég á bókasafnið og þá fór að koma ansi skrítinn lykt í bílnum mínum "gúmmíbrunalykt" Þröstur fór svo með hann á verkstæðið og þar er hann enþá held að pakkningar hafi verið ónýtar.
Um hádegi á föstudag stal ég bara JEPPANUM hans Þrastar og brunaði til Akureyrar og þaðan lögðum við mæðgur 3 af stað í sumarbústað í Borgarfirði, hinar 3 komu að frá Rvík, ákveðið var að fara á jeppanum því veðurspá var leiðinleg fyrir sunnudaginn. Það var bara æðislegt að vera með dætrunum öllum um helgina, kjaftað, rifjað upp ýmis prakkarastrik frá æskuárum og svo var spilað, farið í pottinn, labbað í búðina á Bifröst og ýmislegt fleirra sér til gamans gert. Sem sagt frábær helgi. Takk stelpur þið eruð æðislegar emoticon.  En svo lögðum við norðankonur af stað kl 13,15 frá bústaðnum og stuttu eftir að komið var fram hjá Hreðavatnsskála fór útsýnið að takmarkast og er upp á Holltvörðuheiði kom þá sást stundum ekki á milli stika, keyrði ég á 20-30 km hraða yfir heiðina og heldur skánaði útsýnið er við komum að Staðarskála hinum nýja og var bara ágæt færð alla leið til Akureyrar en þamgað komum við fimm tímum eftir brottför.  Á Akureyri var hríð og Víkurskarð ófært svo að þar sem það er ekki flug gír á bílnum þá komst ég ekki lengra. Ég ákvað að fara til Helgu Magg og það lá við að hún fengi hjartaáfall hún varð svo hissa að sjá mig í þessu veðri, en auðvitað fór hún og náði í fiskibollur og ég fékk nammi namm mat hjá henni. Kíkti svo á skattaskýrsluna hennar það tók bara 5 mín að redda henni (ég er svo klár emoticon )  Svo vaknaði ég 6,50 í morgun og þegar Helga var farin í vinnuna þá kíkti ég á færðina í tölvunni, sá að það var farið að moka svo ég hringdi í 1777 til að fá betri upplýsingar um moksturinn á Víkurskarði, mér var tjáð að það yrði sennilega búið að opna rúmlega 8 svo ég fór af stað tíu mínótur í átta og komst heilu og höldnu yfir skarðið og alla leið heim var ég komin 10,20 var svo mætt í vinnu 5 mín seinna sem var eins gott því Aðalbjörg (skólastjóri) var að drepast í maganum og fór heim, ég kláraði svo daginn með 1-4 bekk. Það voru sko fleirri en ég veðurtepptir því það vantaði 3 aðra (einn er bara að kenna í einn tíma) Ætli ég þori nokkuð að fara oftar að heiman?  Það er allt á kafi í snjó hér á skerinu, allavega mesti snjór sem komið hefur í vetur.
Hafið það svo gott elskurnar mínar.emoticon 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðrún Jónína Eiríksdóttir
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
54 ára kerling bý á Kópaskeri, bjó áður í Ystuvík og á Akureyri, uppalin í Nýlendu á Stafnesi og  margra barna mamma fósturmamma og amma sem hefur ýmsar skoðanir á lífinu.  
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband