Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
30.1.2009 | 06:53
Í morgunsárið
Ekki er obinberlega (að minsta kosti) búið að mynda nýja stjórn en vonandi verður það gert fljótlega.
Það er nú ekki oft sem ég vakna klukkan sex á morgnana að ástæðulausu, en það gerði ég í morgun og er nú að kíkja á fréttir og blogg.
Við hér á þessu horni ætlum að láta alla kreppu lönd og leið um helgina og halda þorrablót á laugardagskvöldið, fólk er þegar farið að mæta á svæðið enda um 250 manns búið að skrá sig sem miðað við fólksfjölda er eins og svona c.a. 250.000 myndu mæta á þorrablót í Reykjavík.
Hafið það gott.
29.1.2009 | 01:07
Jahá
Já nú er Samfylkinginn og Vinstri grænir að reyna að mynda ríkistjórn. Því miður eru Vinstri Grænir búnir að haga sér og seigja svo margt að það hlýtur að vera erfitt að fara í samninga, þeir þurfa að læra að segja já. En ég er óflokksbundinn og til vinstri samt ógnar mér stundum málflutningur sumra. Ég held að ef Fólkið í landinu hefði séð(vitað af því) að eitthvað væri gert til dæmis ef Davíð hugsar um Ísland þá hefði hann að sagt af sér. Svo er það að allt er svo mikið leyndarmál.
Nú er ég farin að halda að Davíð hugsi bara um peninga og þegar honum verður sagt upp þá mun það kosta margar millur í laun handa honum.
Já ég er fúl.
Hafið það gott og góða nótt.
24.1.2009 | 00:35
Gott að geta brosað líka.
Það er greinilegt að þarna er önnur menning er hér á landi. Ekki myndum við trúa því að t.d. stjórnmálamenn gætu breytt sér í geitur, hvað þá smáþjófar.
Þjófur breytist í geit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2009 | 23:52
Svíar
15.1.2009 | 11:43
Lestrarhestur.
Já ég er búin að lesa þó nokkrar bækur síðan fyrir jól og er en að. Það er nú bara þannig að ég tek svo miklar tarnir við lestur að ef ég byrja þá eru lesnar svona 5-10 bækur í röð. Búin með svona 6 eða 7 bækur af ýmsum toga og núna er ég að lesa Sá Einhverfi og finst hún mjög góð. Sem sagt bækurnar hafa verið teknar fram fyrir tölvuna enda er varla að ég kveiki á henni.
12.1.2009 | 22:13
Fullt hús.
Gott er hvað margir sáu sér fært að mæta á þennan fund. Og vonandi skilja stjórnmálamenn á endanum að þeir þurfa meiri hjálp til að komast í gegn um þrenningarnar en þeir halda nú. Því miður segi ég en og aftur að kreppan er bara rétt búin að skjóta upp kryppunni hún á eftir að stækka.
Kveðja að norðan.
Fullur salur í Háskólabíó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |