6.4.2009 | 09:34
Mánudagur
Vá skrítið að þurfa ekki í vinnu þótt það sé mánudagur. Gott að vera í páskafríi. Lítið héðan að frétta. Sumarið vonandi á næsta leiti.
- Vorið góða, grænt og hlýtt,
- græðir fjör um dalinn.
- Allt er nú sem orðið nýtt,
- ærnar, kýr og smalinn.
- Kveður í runni, kvakar í mó
- kvikur þrastasöngur.
- Eins mig fýsir alltaf þó
- aftur að fara í göngur.
- Jónas Hallgrímsson.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
iss hér er bara rigning og rok (og Selma) sem er að vísu gaman
áttu virkilega von á að þið fáið vor strax, þarf ekki snjórinn að fara fyrst?
Sverrir Einarsson, 6.4.2009 kl. 12:22
Um að gera að vera bjartsýn og jákvæður á lífið og tilveruna. Snjórinn er nú bara nokkrir metrar enþá.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 6.4.2009 kl. 13:29
Páskahátíðin hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér vegna frísins en aldrei fyrr en nú hefur mig virkilega langað að fara að vinna. Er kominn með mikinn leiða á að sitja heima allan daginn í atvinnuleysinu.
Hilmar Gunnlaugsson, 6.4.2009 kl. 19:30
egvania, 7.4.2009 kl. 00:47
Jónína Dúadóttir, 7.4.2009 kl. 08:03
Dúna mín það verður yndislegt hjá okkur er vorið byrjar að þýða allt
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.4.2009 kl. 08:46
Þú ert greinilega að reyna að kveða inn sumarið, ekki veitir af, hér snjóar og snjóar. Vona samt að við séum ekki að fá allan snjóinn ykkar.
Gleðilega páska
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 10:02
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl og blessuð
Mynd bara smá grín. Vona að það hvorki snjói né rigni um páskana.
Gleðilega páska og Guðs blessun
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.4.2009 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.