5.4.2009 | 18:35
Ég er ekki eðlileg.
Sko eftir að vera með magapínu fimmtudag og föstudag þá var ég bara hress á laugardaginn og var að vinna með öðrum kvennfélagskonum vegna jarðarfarar sem var hér. Á laugardagskvöldið var ég svo orðin fárveik með bullandi hita. Lagðist í rúmmið um tíu og sofnaði nokkru seinna, vaknaði svo að ganga þrjú át c vítamín og sólhatt ásamt verkjatöflum, sofnaði aftur og svaf fast þegar ég vaknaði í morgun var rúmmið rennandi blautt því ég hafði svitnað svo mikið en hitinn var horfinn, floginn út um gluggann. Ég er samt snýtandi mér og hnerrandi en það er nú ekkert, er ansi slöpp líka. Gott að taka páskafríið í leiðindi.
Karlinn kominn heim og farin að rífa sig eða þannig(ég ríf mig þá bara meira)
Hafið það gott og hættið að hugsa um kreppu, hún fer illa í maga.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
Athugasemdir
Sæl og blessuð
Ég vona að þú hressist fljótt og vel.
Hvernig á ég að skilja þetta með eiginmanninn. Er leiðinlegt að eiga karl? Á ég að halda áfram að pipra?
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.4.2009 kl. 20:27
Karlinn er ágætur, var bara að meina að hann er stundum að röfla um mat of svoleiðis. Haaa ekkert til að væla yfir.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 5.4.2009 kl. 20:37
Sammála með kreppuna og magann, enda stútfull af góðum mat og kökum, var að koma úr fermingu elsta barnabarnsins. OMG hvað maður er orðinn gamall, mamma þurfti að telja til að vita hversu margir ættliðir þetta voru!
Rut Sumarliðadóttir, 5.4.2009 kl. 20:44
Dúna mín er þetta bara ristilkreppa sem þjáir þig mín kæra.
egvania, 5.4.2009 kl. 21:30
Já leitt að þú hafir verið veik Dúna mín en þetta er vonandi gengið yfir og óskandi að hnerrinn hverfi líka á næstunni.
Hilmar Gunnlaugsson, 5.4.2009 kl. 21:45
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Segðu eiginmanninum að vera ekki með neitt nöldur og þakka fyrir það sem hann fær þó það sé ástarbragð af grjónagrautnum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.4.2009 kl. 22:59
Sæl vertu. Vonandi ertu að skríða saman. Ófært að eyða páskum í einhverja slorpest. Talandi um kreppu sem gengur nú yfir reglulega eins og aðrar pestar þá var ég að spá hvort þetta ástand væri farið að sjást í daglegu lífi á Kópaskeri. Veit auðvitað að þið eins og aðrir hafið áhyggjur af framtíð afkomenda og þjóðarinnar í heild en ég meina svona almennt. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 6.4.2009 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.