15.2.2009 | 17:16
Nám.
Já ekki gat ég stillt mig um það að fara að læra eitthvað svo ég skráði mig á Exel námskeið sem er að byrja. Vonandi læri ég eitthvað á því, kann ekki neitt. Hér er flug hálgt í þorpinu og eins gott að vera bara inni til að vera viss um að fótbrotna ekki.
Hafið það gott í hlákunni og rigningunni þar sem hún er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
takk fyrir kveðjuna Dúna mín ( ég á systur sem er kölluð Dúna) já mér er batnað og er viss um að það er að þakka hunanginu og kanilnum. Hér er allt orðið autt og er rigning, já það er gott hjá þér að fara á námskeið ég er alveg viss um að þér á eftir að þikja gaman, kveðja úr Vogonum.
Svandís Magnúsdóttir, 15.2.2009 kl. 18:38
Það er einnig hálka hjá okkur enda allt í lagi ekki fer ég út.
Bara búið að kúra í dag.
Knús í stórborgina
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2009 kl. 19:42
Ágætt að kunna á Excel. Ekki síst nú þegar að maður þarf sífellt að vera að reikna út verðbólgu og okurvexti Hafðu það gott fyrir norðan. Hér fyrir sunnan er blautt veður og nokkuð hlýtt eftir mikið kuldakast.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 19:48
Já, Excel námskeið er örugglega mjög sniðugt. Ég hef komist að því að ég er algjörlega hjálparvana þegar kemur að því að gera einföldustu hluti í Excel! Kann samt að leggja saman...
Knús og kossar
Fanney litla (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 00:51
Til hamingju með afmælið mín kæra
Jónína Dúadóttir, 16.2.2009 kl. 07:25
Guði sé lof fyrir rigninguna. Betri en frostið í gigtina.
Kveðjur norður.
Rut Sumarliðadóttir, 16.2.2009 kl. 11:55
Áttu svo afmæli.. til hamingju með það
Já frábært hjá þér að skrá þig á Excel ..Bara vertu ekki eins og ég ..ég er búin að gleyma öllu sem ég lærði eða svona næstum því.
Ég mundi líka handa mig innan dyra ef það er hálka út og þú átt ekki mannbrodda eða bara nagla undir skónum.. kærleikur til þín Dóra
Dóra, 16.2.2009 kl. 20:37
Gott hjá þér að drífa þig á námskeið það er aldrei svo að maður geti ekki lært eitthvað nýtt. Bara skemmtilegt.
Hafðu góðan daginn þó seint sé að kvitta.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.