Leita í fréttum mbl.is

Helgi framundan

Já allt púðrið á alþingi fer í að losna við Davíð, sem er þarft mál. Það má samt ekki gleymast að það þarf að gera eitthvað og það NÚNA.

Hér á Kópaskeri er það hellst í fréttum að opna formlega á laugardag 14 febr eina húsið sem byggt hefur verið hér seinustu c.a. 15 ár þetta er staður fyrir aldraða að koma saman á og þar >er matur alla virka daga og frábærar konur sem vinna við það, þær Anna Lára og Alda Jónsdætur.

Auðvitað er kvennfélagið með kaffi og smá með þannig að ég neyddist til að baka kleinur í dag.

Farið vel með ykkur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, til hamingju með opnunina! :)

Ég man þegar ég sá húsið fyrst... fyrsta hugsunin var "ó guð, hverjum í ósköpunum fannst góð hugmynd að byggja sér hús á Kópaskeri nú á dögum?!"  En svo kom í ljós að þetta var ellismellahúsið góða!

Ekki misskilja mig kæra móðir, ég elska Kópasker, finnst bara ekki vænlegt að byggja nýtt hús þar!

Fanney (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 02:02

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er þó eitthvað að gerast hjá ykkur

Jónína Dúadóttir, 14.2.2009 kl. 07:19

3 Smámynd: Anna Guðný

Til hamingju þið öll á Kópaskeri. Ég skála fyrir ykkur í dag.

Haf þú það gott ljúfan

Anna Guðný , 14.2.2009 kl. 09:08

4 Smámynd: Sverrir Einarsson

Fanney viltu þá bara byggja gamalt hús?

Það á eftir að verða hellingur af fólki til að nota þetta hús í framtíðinni (sem betur fer) og hellingur af ungu fólki til að annast verðandi gamlingja því það er gott að búa á Costa del Kópasker.

Er ekki hægt að fá eins og einn kvenfélags kleinupoka sendan hingað suður, hér fást ekki brúklegar kleinur til eins eða neins (ekki gefur maður öndunum reykvískar kleinur ef manni er vel við endurnar)

Panta einn poka með næstu ferð (þú ræður stærðinni)

Sverrir Einarsson, 14.2.2009 kl. 09:39

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sendu nokkrar á mig, gangi ykkur vel.

Rut Sumarliðadóttir, 14.2.2009 kl. 11:33

6 Smámynd: Dóra

Til hamingju með þetta.. Kleinur nammi nam... ég þarf að fara að skoða svoleiðis uppskrift... Maður fær bara vatn í munninn þegar minnst er á kleinur.. Kærleikur og góan sunnudag frá mér Dóra

Dóra, 15.2.2009 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Jónína Eiríksdóttir
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
54 ára kerling bý á Kópaskeri, bjó áður í Ystuvík og á Akureyri, uppalin í Nýlendu á Stafnesi og  margra barna mamma fósturmamma og amma sem hefur ýmsar skoðanir á lífinu.  
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband