Leita í fréttum mbl.is

Ég er orðin illa rugluð.

Nú er þjóðarskútan allveg að steyta á skerjunum, eða hvað?. Davíð kaupir Glitnir og færir okkur aumingjunum sem ekki áttum þar hlutabréf fullt af peningum á GULLDISKI. Þjóðin græðir (flestir nema þeir sem áttu hlutabréf) margar millur á dag. Ætli við þurfum nokkuð að borga skatta  árið sem þeir selja svo bréfin?  Og svo verður örugglega eftir fullt af peningum til að borga elli og örorkuþegum landsins mannsæmandi bætur.  Ég er nú svo heimsk að það snýst allt í hringi í mínum haus, Davíð var að bjarga einhverju? hverju? Ekki krónunni var það nokkuð? Krónan fellur svo hratt að ég vona að það fari að snjóa svo hún lendi á einhverju mjúku.  ÆÆÆ ég er heppin að skulda ekki evrur eða pund  ( ég á nokkur pund sem hækka og hækka)  Jæja nú er ég orðlaus um efnahagsástandið á Ísalandinu, ætli við förum ekki næst til Póllands í atvinnuleit. Ef ég missi húmorinn þá verður langt gengið og ég sennilega dauð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dúna mín bara frábært að fá þig sem bloggvinkonu og þú ert ævilega velkomin í heimsókn á Stórhól 51.
Knús til þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.10.2008 kl. 06:29

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Eins og ástandið er verðum við nýju pólverjarnir. Og ekki í fyrsta sinn. munið þið ekki eftir landflóttanum í kringum ´75. Fleiri þúsund mannst flúðu landið með allt niðrum sig.

Rut Sumarliðadóttir, 1.10.2008 kl. 12:45

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já en elskurnar mínar hér á Íslandi kaupum við 2 l af mjólk á móti einum í Dannmörku þannig að ég held að best sé eins og er að vera á Íslandi.
Er ekki í lagi til Póllands, þið eruð náttúrlega að djóka,
Við gætum ekki lifað í Póllandi það er ekkert til þar, nema vodki og smókur. knúsý kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.10.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Jónína Eiríksdóttir
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
54 ára kerling bý á Kópaskeri, bjó áður í Ystuvík og á Akureyri, uppalin í Nýlendu á Stafnesi og  margra barna mamma fósturmamma og amma sem hefur ýmsar skoðanir á lífinu.  
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband