Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hundafargan

Vá hvað það eru margir hundar til á landinu, ætli Sússa hafi ekki verið með hund þarna. 

En ég held að það séu allir komnir í hundana hvort sem þeir eiga hund eður ei.

 

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/03/01/metthatttaka_a_hundasyningu/


Sunnudagskvöld.

Á föstudagskvöld fór ég til Aðalbjargar (skólastjóra) að spila Risk langt fram á nótt og morguninn eftir fór ég í Eyjafjörðinn út í Laufás þar sem Snæbjörn frá Nolli var jarðsunginn. Færðin var mjög leiðinleg enda var ég klukkutíma lengur á leiðinni en venjulega í góðri færð. Marga hitti ég sem ég hef ekki hitt lengi td. foreldra hennar Líneyjar bloggvinkonu þau Dúnu nöfnu(Guðrúnu Fjólu) og Sveinberg í Túnsbergi. Svo leit ég við í Sigluvík hjá Kikku og Birgir, alltaf gott að sjá þau enda fékk ég æðislegt læri í kvöldmat. Gisti svo hjá dótturinni Siggu Möggu, Stip og börnunum fjórum. Á sunnudaginn kom ég við hjá miklum vinum mínum þeim Möggu og Óskari frá Selárbakka en ég hafði ekki komið í íbúðina þeirra á Akureyri áður. Mæðginin eru búin að koma sér vel fyrir og það var náttúrlega æðislegt að hitta þau eins og alltaf.

Stjórnmál, Æ Æ Silla systir sem varð amma í 13 skiptið 20 febr, hún getur séð um það núna.

Kvitt og kveðja, munið að kvitta þið frábæru manneskjur.


Höldum haus.

Já við verðum að reyna að halda haus þótt flestir íslendingar séu að drukkna í skuldum og flestir eru ekki vissir um að halda vinnunni. Höldum áfram að bera okkur vel ef við mögulega getum.

Ég er nú farin að bíða eftir að kosningar fari fram, þá verð ég að ákveða hvar ég krossa (hef ekki hugmynd um það á þessari stundu (ekki D) Yfirleitt finnst mér best að kjósa stjórnarandsstöðuna hver sem hún er því þeir hafa alltaf góð ráð þangað til þeir setjast í mjúku stólana, ég held að það sé sama hvaða flokkur á í hlut. Eins og ég segi betra er um að tala en í að komast. Samt skil ég ekki allveg hvað Geir er að meina þegar hann vill að stjórnin gefi upp hvað alþjóða.......... vildi breyta um seðlabankann, ekki man ég til þess að hafa heyrt annað frá honum en" það má ekki segja neitt þeir vilja það ekki" En það er ekki sama Jón og séra Jón.  Að vísu vil ég bara að allt komi upp á borðið, íslendingar eru ekkert voða heimskir(flestir kunna að lesa).

Jæja þá er ég búin að fá útrás fyrir mínar skoðanir og ætla að snúa mér að öðru og persónulegra.

Ég varð svo öldruð á mánudaginn að ég varð 55 ára og í tilefni þess fór ég með skúffuköku í vinnuna(skólann) börnin fengu öll smá bita og auðvitað varð ég vinsæl, ég meina enþá vinsælli en ég var.

Á laugardaginn á að jarða góðan og gamlann vin minn Snæbjörn Björnsson frá Nolli og vona ég að það verði sæmilegt veður svo ég komist í jarðaförina.

Góða nótt og hafið það sem allra best.

 


Helgi framundan

Já allt púðrið á alþingi fer í að losna við Davíð, sem er þarft mál. Það má samt ekki gleymast að það þarf að gera eitthvað og það NÚNA.

Hér á Kópaskeri er það hellst í fréttum að opna formlega á laugardag 14 febr eina húsið sem byggt hefur verið hér seinustu c.a. 15 ár þetta er staður fyrir aldraða að koma saman á og þar >er matur alla virka daga og frábærar konur sem vinna við það, þær Anna Lára og Alda Jónsdætur.

Auðvitað er kvennfélagið með kaffi og smá með þannig að ég neyddist til að baka kleinur í dag.

Farið vel með ykkur.

 


Helgarlok.

Þá er þessi helgi á enda og hjá mér hefur hún liðið með hósta og hálsbólgu, held ég sé samt að skána.

Smile

Mér hefur alltaf þótt vænt um vísur Vatnsenda Rósu og læt hér tvær inn fyrir nóttina.

 

Trega eg þig manna mest
mædd af tára flóði,
ó, að við hefðum aldrei sést,
elsku vinurinn góði.
Þó að kali heitan hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt, hvað er,
aldrei skal eg gleyma þér.

Hafið það sem best.


Búin að fá nóg af stjórnmálaumræðu.

Já, nenni bara ekki að lesa fréttir bíð að vísu eftir að Seðlabannkinn fái nýja stjórnendur.

Ætla að gefa nýju stjórninni nokkra daga til að gera eitthvað án þess að fara og tuða.

Fór á þorrablót um helgina sem var allveg frábært og ég held að allir hafi skemmt sér vel sama á hvaða aldri þeir voru. Ætla að stela mynd af facebook og setja hér því ég er þjófótt.

Hafið það gott og góða nótt.

Þorrabl 2009

Er ég ekki flott? Öftust.


Lestrarhestur.

Já ég er búin að lesa þó nokkrar bækur síðan fyrir jól og er en að. Það er nú bara þannig að ég tek svo miklar tarnir við lestur að ef ég byrja þá eru lesnar svona 5-10 bækur í röð. Búin með svona 6 eða 7 bækur af ýmsum toga og núna er ég að lesa Sá Einhverfi og finst hún mjög góð. Sem sagt bækurnar hafa verið teknar fram fyrir tölvuna enda er varla að ég kveiki á henni. Grin 

Smile 

 


Jólahátíð

Já nú styttist óðum í jólin, á morgun mun vera Þorláksmessa sem þýðir Skata húsbóndinn ætlar að elda skötuna í bílskúrnum svo ég kafni ekki. Ég fór til Akureyrar á laugardag og kom aftur heim á sunnudag. Já ég fékk nóg af rándýrum búðum og svoleiðis stússi, náði samt að kaupa jólagjafir handa barnabörnunum þótt mér ógnaði verðið á öllu.

Til dæmis fór ég í Bónus bæði á laugardag og sunnudag og skoðaði verð á sykri í bæði skiptinn en sá að hann hafði hækkað um 50 krónur milli daga, það finnst mér ansi mikið.

Ég er heppin að búa á Kópaskeri, hér er búð með flestri matvöru sem ég þarf (svelti ekki)og ég eyði minna því það fæst ekki svo mikill óþarfi hér eins og á stærri stöðum(Ég bíð bara eftir að Kristbjörg og Óli hætti að selja eitur(tóbak)þá yrði ég kannski rík. Ég ætla að biðja ykkur að leggjast á bæn og biðja þess að ég hætti þessum óþvera á nýju ári(helv... tóbak)

En hér á bæ erum við sallaróleg, litla jólatréð komið á sinn stað og við gömlu hjúin ein heima því fósturdóttirin fór suður til mömmu sinnar eins og Goggi.

Hafið það gott ekkert stress.


Undir svefninn.

Álfheiður og Lárus

Þessi litli ömmuprins á líka afmæli í dag og er fimm ára.

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Guðrún Jónína Eiríksdóttir
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
54 ára kerling bý á Kópaskeri, bjó áður í Ystuvík og á Akureyri, uppalin í Nýlendu á Stafnesi og  margra barna mamma fósturmamma og amma sem hefur ýmsar skoðanir á lífinu.  
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband