Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gleðilegt sumar.

Hitinn fór í tveggja stafa tölu á norður hjaranum í dag, vonandi bráðnar þá snjórinn hraðar í garðinum hjá mér.

Ætlaði bara að óska ykkur gleðillegs sumars og þakka fyrir veturinn.

Sumard 23 Apríl 2009 035

Tók þessa mynd af bakgarðinum í dag 23. Apríl.


Bloggarleti.

Það hjáir mig blogg leti þessa dagana, en þar sem ég blogga nú ekki um neitt merkilegt þá gerir það lítið til. Ég horfi á framboðsfundi í sjónvarpinu og hristi hausinn til hægri og vinstri yfir sumu sem fólkið þar lætur út úr sér. Er ekki enþá búin að ákveða hvað ég kýs. En oft held ég að stjórnmálamenn hafi lofað meiru upp í ermina á sér en núna, mér finst vera minna um loforð núna hjá flestum frambjóðendum.

Ég varð amma í dag í 9 skiptið, þeim fæddist drengur  Sollu minni (Sólveig Kristín Sigurðardóttir) og hennar manni Gunnari Gunnarssyni stór og stæðilegur strákur 4150 gr og 53 cm, og þeim heilsast vel. Búið er að nefna drenginn Sigurð Braga. Sigurður í höfuðið á afa hans í Ystuvík og Bragi er í höfuðið á Braga Freymóðssyni sem býr í Santa Barbara og var eins og afi þeirra (Sollu og Gunna) þegar þau bjuggu þar.

Svo var ég boðin í tvö afmæli í dag hjá tveim drengjum í skólanum, gaman að því annar varð 7 ára hinn 12 ára. Þessi sem varð sjö ára sagði að ég væri sko hálfgerð amma allra krakkana á Kópaskeri. Auðvitað kunna þau að bræða mann. Kanski hef ég skammað þau of mikið í skólanum.Smile

Hafið það gott.

 


Á skíðum skemmti ég ....

Sko ekki ég, en vonandi flestir hinir. Um að gera að skella sér í fjallið með fjölskylduna.
mbl.is Frábært færi á skíðasvæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðum samt að halda sönsum.

Undanfarið kemst ekki mikið annað að í fréttum en STÓRU STYRKIRNIR til Sjálfstæðisflokksinns og þeir eru stór skandall. Allavega siðlaust þótt ekki hafi verið kominn lög.  Mikið er ég fegin að hafa aldrei kosið þá. Mér finst líka skrítið að Framsókn vill ekki opna sín fjármál, er eitthvað gruggugt þar?? Spyr sá sem ekki veit. V.G. hafa allt opið og Samfylking búin að gera sitt opinbert.  En því miður tel ég þetta bara byrjunina á því sem við fréttum af sukkinu, fleirra á trúlega eftir að koma í ljós til að hneyksla "gamlar ráðvandar" konur eins og mig.  Annars hef ég oftast haft trú á því að peningarnir ráði í þjóðfélaginu ekki þingmenn.  Veit ekki hvernig þetta fer þegar engir peningar eru til í landinu.

Ég óska öllum gleðilegra páska.


Páskahátíð.

Já nú er páskahátíðin að ganga í garð, þegar ég var barn þá var föstudagurinn langi lengsti dagur ársins, miklu lengri en aðrir dagar, við máttum ekki spila eða gera neitt skemmtilegt. Afi Arnbjörn sá um að við héldum daginn heilagann.  Nú er önnur öld. 

Ég er bara búin að vera með leiðindi (kvef og hósta) og náttúrlega ekkert gert að því sem ég ætlaði að gera í fríinu, æ það hleypur ekkert frá mér blessað rykið og skíturinn, nei hann bíður bara þangað til ég nenni að þvo hann burt.

Smile Hafið það gott elskurnar og góða páskahelgi.


Hafðu það gott

Ég vil bara þakka Völlu fyrir störf hennar. Hef samt ekki alltaf verið sammála henni. Hafðu það gott Valla mín og guð geymi þig.
mbl.is Valgerður kvaddi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki eðlileg.

Sko eftir að vera með magapínu fimmtudag og föstudag þá var ég bara hress á laugardaginn og var að vinna með öðrum kvennfélagskonum vegna jarðarfarar sem var hér. Á laugardagskvöldið var ég svo orðin fárveik með bullandi hita. Lagðist í rúmmið um tíu og sofnaði nokkru seinna, vaknaði svo að ganga þrjú át c vítamín og sólhatt ásamt verkjatöflum, sofnaði aftur og svaf fast þegar ég vaknaði í morgun var rúmmið rennandi blautt því ég hafði svitnað svo mikið en hitinn var horfinn, floginn út um gluggann. Ég er samt snýtandi mér og hnerrandi en það er nú ekkert, er ansi slöpp líka. Gott að taka páskafríið í leiðindi. LoL

 Karlinn kominn heim og farin að rífa sig eða þannig(ég ríf mig þá bara meira)

Hafið það gott og hættið að hugsa um kreppu, hún fer illa í maga.


Vont veður.

Skólahald fellur niður á Kópaskeri og í Lundi vegna veðurs, eins og á flestum öðrum stöðum í nágrenninu. Já það er víst vetur enþá.

 

30.Mars 2009 006 (1)


mbl.is Stórhríð á Norðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt er í kýrhausnum

Það kemur fyrir á nokkra ára fresti að ég verð orðlaus og það gerðist í kvöld þegar ég var að horfa á fréttirnar og heyrði brot af ræðu Davíðs Oddssonar. Vil bara minna hann á að hann er ekki sá eini sem hefur fengið reysupassann þessa síðustu mánuði. Margir hafa misst vinnuna.  Davíð minn þú ert ekki Guð almáttugur því miður fyrir þig, getur þú ekki bara farið að skrifa sögur? Það fest þér vel úr hendi. Svo vona ég að ALLAR góðar vættir hjálpi Davíð og allri Íslensku þjóðinni.

Minn karl var í aðgerð á öxl og verður í fatla í 5 vikur, hee hann getur ekki lamið mig á meðan(hann hefur aldrei lamið mig enda myndi ég bara lemja á móti).

Kveðja, Dúna í svarstýniskasti sem stendur örugglega ekki lengi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðrún Jónína Eiríksdóttir
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
54 ára kerling bý á Kópaskeri, bjó áður í Ystuvík og á Akureyri, uppalin í Nýlendu á Stafnesi og  margra barna mamma fósturmamma og amma sem hefur ýmsar skoðanir á lífinu.  
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband