23.4.2009 | 20:58
Gleðilegt sumar.
Hitinn fór í tveggja stafa tölu á norður hjaranum í dag, vonandi bráðnar þá snjórinn hraðar í garðinum hjá mér.
Ætlaði bara að óska ykkur gleðillegs sumars og þakka fyrir veturinn.
Tók þessa mynd af bakgarðinum í dag 23. Apríl.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið snjóar hjá þér
Gleðilegt sumar
Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 22:33
Sæl mín kæra
Þetta er nú aðeins betra hér á hjara veraldar á Vopnafirði.
Gleðilegt sumar og megi það verða gott bæði veðurfarslega og á allan hátt annan fyrir þig.
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.4.2009 kl. 23:22
Ekki mjög sumarlegt en gleðilegt sumar samt.
Rut Sumarliðadóttir, 24.4.2009 kl. 12:52
Vá ! Gleðilegt sumar
Jónína Dúadóttir, 24.4.2009 kl. 15:38
Gleðilegt sumar þarna á Costa del Kópasker, bara vera dugleg að moka, sumarið er þarna undir snjónum, það segir systir alla vega og hún er nú bara í næsta húsi við þig.
Skóflan sem dugar til þess er í bílskúrnum hjá henni systur minni, færð hana örugglega lánaða.
Sverrir Einarsson, 25.4.2009 kl. 10:11
Já Sverrir okkur Gunnu Möggu er sennilega svo illa hvorri við aðra að þessi snjór kemur á milli okkar aðalega í minn garð. Sennilega er þetta með stærðstu sköflunum á Skerinu. En hann fer og þá koma blóm og gras í miklum blóma.
Þið öll. Takk fyrir allar kveðjurnar.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 25.4.2009 kl. 20:29
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.4.2009 kl. 00:07
Gleðilegt sumar Dúna mín þótt það sé lítið sumarlegt hjá þér. Það kemur ábyggilega betri tíð með blóm í haga ÞEGAR snjórinn bráðnar hjá ykkur.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.