20.4.2009 | 23:59
Bloggarleti.
Það hjáir mig blogg leti þessa dagana, en þar sem ég blogga nú ekki um neitt merkilegt þá gerir það lítið til. Ég horfi á framboðsfundi í sjónvarpinu og hristi hausinn til hægri og vinstri yfir sumu sem fólkið þar lætur út úr sér. Er ekki enþá búin að ákveða hvað ég kýs. En oft held ég að stjórnmálamenn hafi lofað meiru upp í ermina á sér en núna, mér finst vera minna um loforð núna hjá flestum frambjóðendum.
Ég varð amma í dag í 9 skiptið, þeim fæddist drengur Sollu minni (Sólveig Kristín Sigurðardóttir) og hennar manni Gunnari Gunnarssyni stór og stæðilegur strákur 4150 gr og 53 cm, og þeim heilsast vel. Búið er að nefna drenginn Sigurð Braga. Sigurður í höfuðið á afa hans í Ystuvík og Bragi er í höfuðið á Braga Freymóðssyni sem býr í Santa Barbara og var eins og afi þeirra (Sollu og Gunna) þegar þau bjuggu þar.
Svo var ég boðin í tvö afmæli í dag hjá tveim drengjum í skólanum, gaman að því annar varð 7 ára hinn 12 ára. Þessi sem varð sjö ára sagði að ég væri sko hálfgerð amma allra krakkana á Kópaskeri. Auðvitað kunna þau að bræða mann. Kanski hef ég skammað þau of mikið í skólanum.
Hafið það gott.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Kvaddur hjá kanadíska liðinu
- Ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis
- Snýr aftur til Íslandsmeistaranna
- Tap gegn Englandi í átta marka leik
- Ósáttur hjá franska stórliðinu
- Ótrúleg VAR mistök í Þjóðadeildinni
- Enn meiðsli hjá íslenska landsliðsmanninum
- Steinlá gegn Víkingi en seldur fyrir metfé
- Áfall fyrir Liverpool-leikinn
- Orri Steinn frá keppni vegna meiðsla
Athugasemdir
Til hamingju með þetta allt saman
Jónína Dúadóttir, 21.4.2009 kl. 06:27
Sama leti hér. Er líka komin með upp fyrir efsta stig, ógeð á pólitík og kosningum.
Rut Sumarliðadóttir, 21.4.2009 kl. 13:27
Ekki amarlegt að vera "amma" allra krakkana á Costa del Kópasker.
Bloggleti er ekkert verri en önnur leti.
Sverrir Einarsson, 21.4.2009 kl. 20:41
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl og blessuð
Til hamingju með ömmustrákinn og öll börnin á Kópaskeri.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.4.2009 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.