Leita í fréttum mbl.is

Blogg.

Á fimmtudag skrapp ég á bókasafnið og þá fór að koma ansi skrítinn lykt í bílnum mínum "gúmmíbrunalykt" Þröstur fór svo með hann á verkstæðið og þar er hann enþá held að pakkningar hafi verið ónýtar.
Um hádegi á föstudag stal ég bara JEPPANUM hans Þrastar og brunaði til Akureyrar og þaðan lögðum við mæðgur 3 af stað í sumarbústað í Borgarfirði, hinar 3 komu að frá Rvík, ákveðið var að fara á jeppanum því veðurspá var leiðinleg fyrir sunnudaginn. Það var bara æðislegt að vera með dætrunum öllum um helgina, kjaftað, rifjað upp ýmis prakkarastrik frá æskuárum og svo var spilað, farið í pottinn, labbað í búðina á Bifröst og ýmislegt fleirra sér til gamans gert. Sem sagt frábær helgi. Takk stelpur þið eruð æðislegar emoticon.  En svo lögðum við norðankonur af stað kl 13,15 frá bústaðnum og stuttu eftir að komið var fram hjá Hreðavatnsskála fór útsýnið að takmarkast og er upp á Holltvörðuheiði kom þá sást stundum ekki á milli stika, keyrði ég á 20-30 km hraða yfir heiðina og heldur skánaði útsýnið er við komum að Staðarskála hinum nýja og var bara ágæt færð alla leið til Akureyrar en þamgað komum við fimm tímum eftir brottför.  Á Akureyri var hríð og Víkurskarð ófært svo að þar sem það er ekki flug gír á bílnum þá komst ég ekki lengra. Ég ákvað að fara til Helgu Magg og það lá við að hún fengi hjartaáfall hún varð svo hissa að sjá mig í þessu veðri, en auðvitað fór hún og náði í fiskibollur og ég fékk nammi namm mat hjá henni. Kíkti svo á skattaskýrsluna hennar það tók bara 5 mín að redda henni (ég er svo klár emoticon )  Svo vaknaði ég 6,50 í morgun og þegar Helga var farin í vinnuna þá kíkti ég á færðina í tölvunni, sá að það var farið að moka svo ég hringdi í 1777 til að fá betri upplýsingar um moksturinn á Víkurskarði, mér var tjáð að það yrði sennilega búið að opna rúmlega 8 svo ég fór af stað tíu mínótur í átta og komst heilu og höldnu yfir skarðið og alla leið heim var ég komin 10,20 var svo mætt í vinnu 5 mín seinna sem var eins gott því Aðalbjörg (skólastjóri) var að drepast í maganum og fór heim, ég kláraði svo daginn með 1-4 bekk. Það voru sko fleirri en ég veðurtepptir því það vantaði 3 aðra (einn er bara að kenna í einn tíma) Ætli ég þori nokkuð að fara oftar að heiman?  Það er allt á kafi í snjó hér á skerinu, allavega mesti snjór sem komið hefur í vetur.
Hafið það svo gott elskurnar mínar.emoticon 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Skólinn á að fara í Lund. Og ég ætla ekki að blogga um það. Erfitt mál.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 9.3.2009 kl. 19:01

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heppnar voruð þið að komast heilu og höldnu heim. en hvað með það þó þú hefðir verið veðurteppt lengur, maður heldur alltaf að maður sé ómissandi.

Skil þig vel þetta með skólann ekki orð meira með það.

Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.3.2009 kl. 19:09

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það getur verið einkar erfitt þegar bílinn bilar í kreppunni Dúna mín. Ég get sagt þá sögu af mér að ég hyggst kynna mér ferðir strætisvagna og verðskrána til að spara mér fjármuni á næstunni.

Hilmar Gunnlaugsson, 9.3.2009 kl. 21:35

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þá er full þörf á að bæta þar samgöngur

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 00:27

5 identicon

Þetta hefur ekki verið neitt smá ferðalag á þér Dúna mín og ekki svo heppin með ferðaveðrið en það er gott að þetta hafðist allt saman að lokum.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 12:13

6 Smámynd: egvania

egvania, 10.3.2009 kl. 23:06

7 Smámynd: Sverrir Einarsson

Legg til að boruð verði göng frá Skerinu og til Húsavíkur undir flóann bara og Tjörnesið.

Einkar "hagkvæm" "fjárfesting"............leggja niður viðhald á vegum í sveitinni sparar pening upp í kostnað við jarðgöngin.

Eigðu góðar samgöngustundir Dúna mín og já taktu "bara strætó"

Sverrir Einarsson, 11.3.2009 kl. 09:20

8 identicon

Takk sömuleiðis fyrir frábæra ferð, eða samveru öllu heldur þar sem við vorum nú ekki mikið á ferðinni saman nema út í búð ;)

Við sem keyrðum í hina áttina frá bústaðnum fengum nú bara smá rok á þessum helstu rok-stöðum, annars var veðrið fínt, merkilegt hvað þetta virðist hafa skipst þarna við Hreðavatn. 

Fanney (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 15:45

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.3.2009 kl. 18:36

10 Smámynd: Anna Guðný

Líf og fjör hjá þér , eins og venjulega.

Bara rétt að kíkja inn og láta vita af mér.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 12.3.2009 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Jónína Eiríksdóttir
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
54 ára kerling bý á Kópaskeri, bjó áður í Ystuvík og á Akureyri, uppalin í Nýlendu á Stafnesi og  margra barna mamma fósturmamma og amma sem hefur ýmsar skoðanir á lífinu.  
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband