19.2.2009 | 00:12
Höldum haus.
Já við verðum að reyna að halda haus þótt flestir íslendingar séu að drukkna í skuldum og flestir eru ekki vissir um að halda vinnunni. Höldum áfram að bera okkur vel ef við mögulega getum.
Ég er nú farin að bíða eftir að kosningar fari fram, þá verð ég að ákveða hvar ég krossa (hef ekki hugmynd um það á þessari stundu (ekki D) Yfirleitt finnst mér best að kjósa stjórnarandsstöðuna hver sem hún er því þeir hafa alltaf góð ráð þangað til þeir setjast í mjúku stólana, ég held að það sé sama hvaða flokkur á í hlut. Eins og ég segi betra er um að tala en í að komast. Samt skil ég ekki allveg hvað Geir er að meina þegar hann vill að stjórnin gefi upp hvað alþjóða.......... vildi breyta um seðlabankann, ekki man ég til þess að hafa heyrt annað frá honum en" það má ekki segja neitt þeir vilja það ekki" En það er ekki sama Jón og séra Jón. Að vísu vil ég bara að allt komi upp á borðið, íslendingar eru ekkert voða heimskir(flestir kunna að lesa).
Jæja þá er ég búin að fá útrás fyrir mínar skoðanir og ætla að snúa mér að öðru og persónulegra.
Ég varð svo öldruð á mánudaginn að ég varð 55 ára og í tilefni þess fór ég með skúffuköku í vinnuna(skólann) börnin fengu öll smá bita og auðvitað varð ég vinsæl, ég meina enþá vinsælli en ég var.
Á laugardaginn á að jarða góðan og gamlann vin minn Snæbjörn Björnsson frá Nolli og vona ég að það verði sæmilegt veður svo ég komist í jarðaförina.
Góða nótt og hafið það sem allra best.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 19.2.2009 kl. 06:37
Hamingjuóskir með afmælið.
Kær kveðja frá Árósum .
Kristbjörg Þórisdóttir, 19.2.2009 kl. 12:39
Til lukku með daginn, þú ert búin að ná mér amk. fram í ágúst.
Rut Sumarliðadóttir, 19.2.2009 kl. 13:08
Elskan mín þú ert bara barnið, svona ungleg og hress.
Til hamingju og ég get svo vel skilið að þú sért vinsæl, skúffuköku eður ei. Vona líka að þú komist við jarðaförina
Kveðjur til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.2.2009 kl. 14:43
Til hamingju Guðrún Jónína með daginn, en ég þekki þig ekki neitt, annars myndi ég kalla þig Dúnu. Þú mátt ekki segja okkur ósatt um það að þú hafir ekki hugmynd um hvað þú ætlir að kjósa, því segir segist ekki ætla að kjósa D. Það er hugmynd, ekki satt?
Gústaf Níelsson, 20.2.2009 kl. 22:42
Guðrún mín til hamingju með afmælið þú ert bara unglamb mér varð á að verða 59 ára í dag.
Laufeyjar systir .
kærleikur og þakklæti fyrir vináttu þína.
Ásgerður
egvania, 21.2.2009 kl. 04:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.