15.1.2009 | 11:43
Lestrarhestur.
Já ég er búin að lesa þó nokkrar bækur síðan fyrir jól og er en að. Það er nú bara þannig að ég tek svo miklar tarnir við lestur að ef ég byrja þá eru lesnar svona 5-10 bækur í röð. Búin með svona 6 eða 7 bækur af ýmsum toga og núna er ég að lesa Sá Einhverfi og finst hún mjög góð. Sem sagt bækurnar hafa verið teknar fram fyrir tölvuna enda er varla að ég kveiki á henni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég er líka svona skorpukerling. Búin að lesa eftirfarandi: Karlmenn sem hata konur, kona fer til læknis, skipið og bíð spennt eftir nýja Arnaldi sem Valdís dóttir mín fékk í jólagjöf, það er biðlisti þar.
Rut Sumarliðadóttir, 15.1.2009 kl. 13:53
Ég keypti einmitt þann Einhverfa og las helminginn fyrir jól og restina á nýju ári. Frábær skrif.
Hafðu það gott ljúfan
Anna Guðný , 15.1.2009 kl. 23:42
Ég elska bækur en eitthvað hefur úthaldið við lesturinn minkað, ætli það geti verið aldurinn?
Sofna fljótlega eftir nokkrar blaðsíður. Það er af sem áður var þegar ég vakti heilu næturnar við lestur. Ég er þó búinn að lesa Erlu góðu Erlu, hún kom mér á óvart að mörgu leiti. Og þann Einhverfa er ég búinn með, svo er ég byrjuð á Skaparanum eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og hún lofar góðu. Sendi þér og þínum nágrönnum sem tengdir eru mér bestu kveðjur 
Erna, 16.1.2009 kl. 03:03
Já þið segið nokkuð ég er að reina að lesa en læt nú oftast netið duga en þó tek tarnir og stundum gengur vel.
Ég var hjá Laufey í gær það er svo frábært að eiga hana að hún er ekta perla.
egvania, 16.1.2009 kl. 22:14
Ég er búin að hanga með sömu bókina síðan fyrir jól
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.1.2009 kl. 23:10
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.1.2009 kl. 23:10
Jónína Dúadóttir, 17.1.2009 kl. 08:44
Hollt að taka sér frí frá tölvum og lesa bara bækur
Sigríður Jóhannsdóttir, 17.1.2009 kl. 14:38
egvania, 18.1.2009 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.