5.11.2008 | 12:27
Afgreiðslufólk ekki vant að sjá peninga.
Ótrúlegt að þetta geti verið hægt. Ætli það fari ekki að styttast í að 10.000 króna seðill komi á markaðinn og 500 og 1.000 kallinn verði mynt?
Notaði seðil með mynd af Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta hefur örugglega verið Davíð að hamstra sápu. Nú er það eina eftir fyrir fólk að fara að búa til sína eigin peninga.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.11.2008 kl. 13:34
Búum bara til peninga með mynd af okkur SJÁLFUM!
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.11.2008 kl. 13:34
Í Zimbabwe er núna 230.000% verðbólga (án djóks) vegna alvarlegrar efnahags- og stjórnarkreppu (kunnuglegar aðstæður?). Það er nýbúið að klippa tíu núll (0000000000!) aftan af gjaldmiðlinum þeirra, og samt eru þeir strax byrjaðir að prenta aftur seðla upp á tugi milljóna. Úti í búð dugir einn slíkur seðill fyrir hálfu brauði eða svo!
Ætli þessi tíu þúsund kall sé ekki bara hluti af viðbragðsáætlun stjórnvalda til að bregðast við seðlaskorti í bönkum? Undanfarið hefur nefninlega seðlamagn í umferð verið tvöfalt það sem er undir eðlilegum kringumstæðum og má gera ráð fyrir að aukningin hafi verið mest undir koddum landsmanna.
En kannski er þetta það sem koma skal, einkaprentaðir peningar t.d. frá fyrirtækinu sem greiðir þér laun. Svo færi það eftir "viðskiptavild" hvar hann fæst innleystur, seðlar útgefnir af Baugi myndu t.d. ekki fást innleystir í Krónunni en væru hinsvegar gjaldgengir fyrir áskrift að Stöð 2, o.s.frv. Þannig fengi bara hver viðskiptablokk að hafa sinn Seðlabanka til að misnota og arðræna í friði...
Guðmundur Ásgeirsson, 5.11.2008 kl. 14:02
Það er ekki rétt, verðbólgan í Zimbabwe er 230,000,000%
Gudjon (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 14:46
Afsakaðu Guðjón, það er aldeilis að verðbólgan hækkar hratt þarna í Zimbabwe! ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 6.11.2008 kl. 01:35
já með ólíkindum að það sé hægt að versla fyrir þetta og gefa svo til baka.. hehehe bráðum veðrur þetta voleiðis að maður getur farið með spilapeninga í búðina og verslað..
knús Dóra Esbjerg Dk
Dóra, 6.11.2008 kl. 08:01
Mér finnst þetta bara fyndið
Erna, 6.11.2008 kl. 22:56
Knús finnst þetta grafalvarlegt mál og finnst skrítið að viðkomandi hafi fengið leyfi til að prenta þessa seðla í upphafi, er það ekki peningafölsun?
Líney, 7.11.2008 kl. 09:44
Málið er að þetta er ekki fölsun. Fölsun er bara ef til er frumrit. Og það er jú ekki til frumrit af 10.000 króna seðli. Ég hef nú grun um að þetta hafi verið útlendingur sem tók við seðlinum og hafi bara ekki vitað betur. Þeir treysta auðvitað því að íslendingu komi með ósvikinn seðil.En það er ekki einu sinni hægt að treysta því lengur.
Hafðu það gott um helgina Dúna mín
Anna Guðný , 7.11.2008 kl. 12:43
Tek undir með Önnu Guðnýu og bæti við að þetta var seðill sem notaður var á listsýningu eða einhverju svoleiðis.
Ljós og gleði.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.11.2008 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.