30.10.2008 | 23:53
Stutt ferðalag.
Ég fór í frekar stutt ferðalag í dag, rúmlega átta í morgun lagði ég af stað til höfuðstaðar norðurlands Akureyri. Sá allan snjóinn þar. Fósturdóttirin þurfti í tannréttingarnar og húsbóndinn ekki keyrsluhæfur hann hefur bara eina hendi í lagi eins og er. Dagurinn fór í endalausa snúninga hingað og þangað, sóttum svo að lokum sófann sem var verið að bólstra. Þá beið okkar steik hjá mági og svilkonu, namm namm. Fórum af stað heim um 7 og þar sem ég keyrði þá vorum við tæpa þrjá tíma á leiðinni, tekur vanalega tvo tíma og korter, en það var hálka sumstaðar. Nú er ég að fara að sofa svo ég segi bara. Góða nótt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góða nótt

Erna, 30.10.2008 kl. 23:57
Góðan daginn

Jónína Dúadóttir, 31.10.2008 kl. 05:52
Vona að þú hafir sofið vel
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.10.2008 kl. 12:29
Svaf eins og steinn.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 31.10.2008 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.