Leita í fréttum mbl.is

Uppsagnir.

Því miður er ég hrædd um að þetta sé bara byrjunin á uppsagnarhrinu sem mun verða. Ég er hrædd um að mörg fyrirtæki munu þurfa að fækka fólki og sum munu fara á hausinn. Vonum samt að ég sé bara svona svartsýn, þetta gangi ekki eftir.
Hafið eins góðan dag og þið getið.
mbl.is 151 sagt upp hjá ÍAV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég held að það séu ansi margir órólegir nú rétt fyrir mánaðarmót og svo verði einnig á næstu mánuðum.

Ríkisstjórnin virðist því miður ætla að gera það sem hún gerir best, það er að gera ekki neitt, svo er maður líka mjög hræddur við það að ríkið og sveitafélög komi til með að skera mikið niður hjá sér, t.d í famkvæmdum og ef svo verður þá hefur það keðjuverkandi áhrif sem við sjáum ekki fyrir endann á.

Ríkið ætti að hafa vit á því núna að bretta upp ermar og flauta til sóknar, við þurfum framkvæmdir í þessu landi sem aldrei fyrr, vegaframkvæmdir, nýtt álver osfr. Ef ekki nú þá aldrei.

Auðunn Atli (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 15:10

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þetta er líklega eini tíminn sem er gott að vera öryrki. Nema okkur verði sagt upp líka!!

Rut Sumarliðadóttir, 27.10.2008 kl. 16:01

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Dúna og nú er líka gott að búa á landsbyggðinni sem ekki varð fórnarlamb góðærins

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.10.2008 kl. 17:41

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

tel þetta vera rétt hjá þér Dúna mín því miður, og það er einnig rétt hjá Rut að það er gott að fá útborgað, en ekki svo gott er það dugar eigi fyrir því sem þarf.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.10.2008 kl. 21:09

5 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já, ég er fegin að vera ekki með margar millur á bakinu finnst nóg samt, enda tilheyri ég láglaunahóp.

Góða nótt.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 27.10.2008 kl. 22:25

6 Smámynd: Líney

já þa er sannkölluð heppni í dag að eiga  ekkert  á  bankabók til að tapa ein   að reyna  að jákvæð

Líney, 28.10.2008 kl. 09:09

7 Smámynd: Anna Guðný

Verð nú að viðurkenna að þetta kemur mér ekki á óvart. Það gat bara ekki endalaust farið upp á við . Það  eina sem mér finnst skrýtið en hvað þetta virðist hafa komið mörgum á óvart. En ég er mjög heppin með mína vinnu. Fólk þarf áfram að borða og mitt fyrirtæki er það eina sem ég veit um og hefur ekki hækkað á árinu. Það er meira að segja ódýrara en þegar ég byrjaði fyrir 6. árum

En hafðu það gott í dag Dúna mín.

Anna Guðný , 28.10.2008 kl. 09:15

8 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Takk fyrir að samþykkja bloggvináttu Dúna mín

Sigríður Jóhannsdóttir, 28.10.2008 kl. 17:42

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég þakka þér líka fyrir

Jónína Dúadóttir, 28.10.2008 kl. 19:10

10 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Ekkert að þakka stelpur. Knús til ykkar.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 28.10.2008 kl. 20:05

11 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Sömuleiðis knús til þín

Sigríður Jóhannsdóttir, 28.10.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Jónína Eiríksdóttir
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
54 ára kerling bý á Kópaskeri, bjó áður í Ystuvík og á Akureyri, uppalin í Nýlendu á Stafnesi og  margra barna mamma fósturmamma og amma sem hefur ýmsar skoðanir á lífinu.  
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband