25.10.2008 | 17:08
Veður
Hann reif sig mikið hann Kári í gærkvöld og fram á nótt. Hér urðu einhverjar skemdir niðri á bryggju og þak fauk af skúr. Bryggjan er full af grjóti. Ég hafði gleymt plast sólstól úti og hann er auðvitað farinn eitthvað út í buskann.
Vegurin yfir Melrakkasléttu er fullur af rekadrumbum. Vá hvað ég er með neikvæðar fréttir.
En mér finst gott að það er mjög lítil snjór.
Þekkið þið þennan? Ég held að þetta sé ekki minn..
Hafið það gott, kveðja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:25 | Facebook
Athugasemdir
nei ég kannast ekki við þennan
Líney, 25.10.2008 kl. 17:27
Gæti verið Dóri
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 25.10.2008 kl. 18:24
Er þetta karlinn þinn? Hlýtur að vera kalt á bossanum.
Rut Sumarliðadóttir, 25.10.2008 kl. 20:55
Þetta er minn !!!!!! Gott að hann er fundin, viltu segja honum að fljúga strax heim til Akureyrar. Hann á ekkert með að fljúga svona burt þegar ég þarf á honum að halda við snjómokstur
Kveðja á Kópasker.
Erna, 26.10.2008 kl. 09:41
Erna mín það er gott að eitthver vill eiga hann. Ég bara finn hann ekki úti, hefur sennilega flogið burt blessaður engillinn.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 26.10.2008 kl. 12:28
Hann kom til mín í gær. Vissi ekkert hvað ég ætti að gera við hann og sendi því Ernu. Fannst hann passa henni best.
Hafðu það gott ljúfan
Anna Guðný , 26.10.2008 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.