18.10.2008 | 10:05
Æ ekki snjó.
Ég ræð víst ekki við veðrið frekar en kreppuna. En hér er en hiti enþá yfir frostmarki þótt sennilega sé stutt í frostið. Það er orðið grátt í fjöllum, ég sem þarf að fara til Akureyrar að sækja mannin í flug og er en á sumardekkjunum. Þoli ekki hálku
Hafið það gott og munið að brosa.
Skúrir og slydduél sunnanlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Veit ekki held að það sé betra að sjá fréttir um hálku og slæmt veður heldur en þetta endalausa krepputal.
Guðjón Þór Þórarinsson, 18.10.2008 kl. 10:39
Svona er þetta að búa í stórborginni Kópaskeri! góða helgi.
Rut Sumarliðadóttir, 18.10.2008 kl. 11:45
Frekar vil ég snjó og hálku en endalaust rok og rigningu
Eigðu góðan dag og farðu varlega
Líney, 18.10.2008 kl. 12:58
Eins gott að passa sig við erum komin á nagla, en er við fórum að Laugum í dag þá var rigning en fljúgandi hálka, en allt í lagi er við ókum heim áðan.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.10.2008 kl. 19:20
Var nú bara að fatta núna að þetta værir þú
Anna Guðný , 18.10.2008 kl. 19:51
Ég setti bara í fjórhjóladrifið og komst þetta á sumardekkjunum í hífandi roki á Tjörnesinu. En stórborgin Kópasker rokkar
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 18.10.2008 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.