28.9.2008 | 11:22
Eitthvað verður að gera.
Já nú er krónan í frjálsu falli, þessa síðustu daga hefur fallhlífin ekki opnast. Stjórnvöld verða að gera einhverjar ráðstafanir. Vont þykir mér að heyra sama sem ekkert í Samfylkingunni eftir að hún komst í réttu stólanna. Það hefði allavega heyrst meira frá þeim hefðu þeir verið í stjórnarandstöðu. Sennilega er auðveldara um að tala en í að komast. En þegar evran er kominn í 141,11 og pundið í 177,91 þá blöskrar mér óskaplega.
Hvernig var það í þessu mikla góðæri sem mér er sagt að sé búið að vera, settu ráðamenn ekkert til hliðar fyrir mögru árin? Fór það allt í þotur og bruðl? spyr sá sem ekki veit. En ég þakka sko fyrir að vera ekki með erlend lán. Nóg er að borga samt.
Ráðamenn brettið upp ermarnar og gerið eitthvað, fáið hjálp til þess frá öðrum ef þarf, ég er hrædd um að sjálfsvíg aukist, þegar fólk sér ekki neina leið til að komast af.
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Fundur með bæði Selenskí og Pútín í sjónmáli
- Selenskí mætti í jakkafötum
- Beint: Forsetarnir funda um frið
- Sakaður um að stofna þjóðaröryggi í hættu
- Segir Hamas hafa samþykkt tillögu um vopnahlé
- Vilja að Selenskí mæti í jakkafötum
- Methiti á nokkrum stöðum á Spáni
- Norrænu læknafélögin tjá sig um Gasa
- Halda undirbúningsfund fyrir fundinn með Trump
- Brennda svæðið jafngildir um 500.000 völlum
Athugasemdir
Tek undir þetta. Þetta ástand er að versna og versna og stjórnin virðist ekkert gera. Ég bara skil þetta als ekki. Það er komin all há verðbólga, við búum við hæstu vexti í heimi. Það rís enginn rekstur undir þessu og þá blasir við atvinnuleysi og gjaldþrotahrina.
Það sem væri hægt að gera er að leyfa íbúðalánasjóði að skuldbreyta skuldum einstaklinga.
Lækka vexti íbúðalánasjóðs tímabundið.
Fella niður stimpilgjaldið til að létta á fasteignamarkaðnum.
Lögleiða skyldusparnað.
Jón Halldór Guðmundsson, 28.9.2008 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.