Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fátt er svo með öllu illt.

Þar fann ég eitt sem er jákvætt við hátt gengi. Erlendum ferðamönnum fjölgar því nú fá þeir fleiri krónur fyrir sína mynt og þá koma evrur og pund inn í landið.
mbl.is Erlendum gestum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stutt ferðalag.

Ég fór í frekar stutt ferðalag í dag, rúmlega átta í morgun lagði ég af stað til höfuðstaðar norðurlands Akureyri. Sá allan snjóinn þar. Fósturdóttirin þurfti í tannréttingarnar og húsbóndinn ekki keyrsluhæfur hann hefur bara eina hendi í lagi eins og er. Dagurinn fór í endalausa snúninga hingað og þangað, sóttum svo að lokum sófann sem var verið að bólstra. Þá beið okkar steik hjá mági og svilkonu, namm namm. Fórum af stað heim um 7 og þar sem ég keyrði þá vorum við tæpa þrjá tíma á leiðinni, tekur vanalega tvo tíma og korter, en það var hálka sumstaðar.  Nú er ég að fara að sofa svo ég segi bara. Góða nótt.

Nú varð ég hissa.

Já þegar ég kom í búðina okkar Bakka á Kópaskerinu (góð búð með allar nauðsynja vörur) þá var mér sagt að það væri mynd af mér í mogganum, ekki fannst mér það trúlegt en viti menn það var verið að vitna í seinustu bloggfæslu mína. Já ekki vissi ég að þetta gæti gerst hvað þá meir. Ætlaði bara að láta ykkur vita hvað ég er orðin fræg LoL allavega hér. Annars er lítið að frétta af mér fjarfundarbúnaðurinn (við f.s.h.)var bilaður svo ég komst ekki í tíma í dag.  Sendi bara góðar kveðjur til allra sem lesa þetta rugl mitt. Passið ykkur á myrkrinu.Sleeping Góða nótt.

Uppsagnir.

Því miður er ég hrædd um að þetta sé bara byrjunin á uppsagnarhrinu sem mun verða. Ég er hrædd um að mörg fyrirtæki munu þurfa að fækka fólki og sum munu fara á hausinn. Vonum samt að ég sé bara svona svartsýn, þetta gangi ekki eftir.
Hafið eins góðan dag og þið getið.
mbl.is 151 sagt upp hjá ÍAV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veður

Hann reif sig mikið hann Kári í gærkvöld og fram á nótt. Hér urðu einhverjar skemdir niðri á bryggju og þak fauk af skúr. Bryggjan er full af grjóti. Ég hafði gleymt plast sólstól úti og hann er auðvitað farinn eitthvað út í buskann.

Vegurin yfir Melrakkasléttu er fullur af rekadrumbum.   Vá hvað ég er með neikvæðar fréttir.  

 En mér finst gott að það er mjög lítil snjór.

 

 

Þekkið þið þennan? Ég held að þetta sé ekki minn..              Rass í snjókomu

Hafið það gott, kveðja.


Millur

Já ekki skil ég hverjum þeir ætluðu að selja íbúðirnar.Sennilega er þetta líka einstaklingar sem ætluðu að byggja en sjá ekki fram á að geta það. Þótt margir hafi flúið af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðissins þá er ég svo heimsk að ég skil ekki hvernig hægt var að byggja þar endalaust. Já ég hef sko heyrt að það sé betra fyrir þjóðarbúið að ALLIR ættu heima í Reykjavík, en það kaupi ég ekki. Ég skil til dæmis ekki hvernig ég ætti að geta keypt eða leigt íbúð á höfuðborgarsvæðinu með þær tekjur sem ég hef. Ein aðal ástæðan fyrir því að ég flutti frá Akureyri til Kópaskers var að hér fékk ég einbílishús ódýrara en litla íbúð á Akureyri. Það væri ekki fyrir bílskúr í Reykjavík. ( og láglauna vinnu) Knús til ykkar.
mbl.is Milljarða bakreikningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Guðrún Jónína Eiríksdóttir
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
54 ára kerling bý á Kópaskeri, bjó áður í Ystuvík og á Akureyri, uppalin í Nýlendu á Stafnesi og  margra barna mamma fósturmamma og amma sem hefur ýmsar skoðanir á lífinu.  
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband