Leita í fréttum mbl.is

Er en að koma helgi??

Já mikið er ég heppin að finnast vikurnar svona fljótar að líða, þá hlítur mér að líða vel. Á morgun ætlum við í skólanum í ruslatýnslu til að gera þorpið og nágrenni fallegra. Annars hefur sólin látið sjá sig undanfarið og ég kuldaskræfan verið úti á peysunni.

Það var grillað hér í dag í fyrsta skiptið á árinu.

Því miður er ég lítil garðræktar kona og maðurinn hefur ekki heilsu eins og er til stórverka, erum samt aðeins byrjuð að hreinsa til. Þröstur tók tré sem var fyrir utan eldhúsgluggann og sagaði það í burtu því það var dáið öðru megin= ekki fallegt lengur.

 

Þessi fallega ömmustelpa verður 6 ára þann 17 mai og heitir Arndís Dúna.

Arnd Dúna

Hafið það gott og njótið þess að vera til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Var í garðinum í dag að hreinsa. Það var utanátt og ég var sko í úlpu.

Flott hjá ykkur í skólanum að fara og týna drasl. Nú þegar snjórinn er loksins farinn þá sér maður drasl eins og sælgætisbréf út um allt. Ég skil ekki af hverju fólk hefur ekki lítinn ruslapoka í bílnum undir svona drasl og eins er hægt að setja þetta drasl í vasa og henda þegar heim er komið.

Ég vona að ykkur heilsist vel.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.5.2009 kl. 23:36

2 Smámynd: Jón Arnar

var það hengibjörkin (sem sáði ég eftir fræ söfnun í Asker Noregi 1988) sem var felld eða er hún kannski löngu fallin? 

Jón Arnar, 15.5.2009 kl. 15:10

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 16.5.2009 kl. 06:47

4 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Þetta var ösp, önnur lifir en.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 16.5.2009 kl. 13:08

5 Smámynd: Jón Arnar

þessi á móti baðinu/austurherberginu?

Jón Arnar, 16.5.2009 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Jónína Eiríksdóttir
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
54 ára kerling bý á Kópaskeri, bjó áður í Ystuvík og á Akureyri, uppalin í Nýlendu á Stafnesi og  margra barna mamma fósturmamma og amma sem hefur ýmsar skoðanir á lífinu.  
Sept. 2018
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband