Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Gleðilegt ár

Kæru bloggvinir bestu óskir um Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Wizard 

 

Jólaball+fleirra 2008 049

Þetta eru ömmutvíbbarnir mínir á Jólaballi.


Já er ekki hissa.

Já þetta grunaði Gvend. Ég trúi samt allveg að Þorsteinn Davíðsson geti allveg verið góður dómari, en stundum er betra að vera óskyldur aðili, og þetta virtist smá pólítískt dæmi.(þótt hann eigi heima í sömu blokk á Ak og dóttir mín.
mbl.is Annmarkar á skipun dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg jól

Ég óska vinum og vandamönnum sem og landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og vonandi hafa flestir það gott um jólin.

 

Copy (2) of Litlujól 2008 033


Jólahátíð

Já nú styttist óðum í jólin, á morgun mun vera Þorláksmessa sem þýðir Skata húsbóndinn ætlar að elda skötuna í bílskúrnum svo ég kafni ekki. Ég fór til Akureyrar á laugardag og kom aftur heim á sunnudag. Já ég fékk nóg af rándýrum búðum og svoleiðis stússi, náði samt að kaupa jólagjafir handa barnabörnunum þótt mér ógnaði verðið á öllu.

Til dæmis fór ég í Bónus bæði á laugardag og sunnudag og skoðaði verð á sykri í bæði skiptinn en sá að hann hafði hækkað um 50 krónur milli daga, það finnst mér ansi mikið.

Ég er heppin að búa á Kópaskeri, hér er búð með flestri matvöru sem ég þarf (svelti ekki)og ég eyði minna því það fæst ekki svo mikill óþarfi hér eins og á stærri stöðum(Ég bíð bara eftir að Kristbjörg og Óli hætti að selja eitur(tóbak)þá yrði ég kannski rík. Ég ætla að biðja ykkur að leggjast á bæn og biðja þess að ég hætti þessum óþvera á nýju ári(helv... tóbak)

En hér á bæ erum við sallaróleg, litla jólatréð komið á sinn stað og við gömlu hjúin ein heima því fósturdóttirin fór suður til mömmu sinnar eins og Goggi.

Hafið það gott ekkert stress.


Jólasveinarnir eiga fullt af kartöflum.

Kanski eru þeir að spara jólasveinagreyin og hafa sett niður svo margar kartöflur í vor að Grýla og hennar fólk kemst ekki yfir að borða þær allar. Börnin í skólanum segja að það sé allt í lagi að fá kartöflur, bara sjóða þær með matnum. Það er nú gott í kreppunni.
Annars finst mér að Þorgerður Katrín eigi ekkert frekar skilið kartöflu en aðrir ráðherrar, sumir fá þá kanski tvær til þrjár.
En niðurskurður, niðurskurður það heyrist varla annað. Ég bíð eftir að svona annar handleggurinn á mér verði skorin niður.
Að öðru leiti er bara gott hljóð í mér, jólin að nálgast og ég á nóg að borða þótt ég sé búin með kartöflurnar sem ég ræktaði.

mbl.is Þorgerður Katrín fær kartöflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er komin á hausinn.

Já ekki varð ég glöð með skattahækkun og annað skemmtilegt sem við fengum yfir okkur í dag. Samt fór ég í klippingu og strípur í dag til Rannveigar það var æðislegt enda veit hún ekki hvað verðbólga er, alltaf jafn ódýr.
En þetta er það sem alltaf hefur gerst, hækka skatta, hækka skatta, helst mest á þá sem hafa um og undir 100.þúsund kallinum. Mér finst nú að þeir sem hafa yfir milljón á mánuði mættu allveg taka meira á sig og þeir sem hafa 150.000- mættu vera skattlausir. En þeir sem eiga pening ráða öllu er það ekki?? Allaveg var það svoleiðis.
Jæja ég fékk þessar vísur sendar. Ákvað að koma þeim hér á framfæri. Passið ykkur á Grýlu.

Glitnisgaur kom fyrstur,
gráðugur í öll bréf.
Hann laumaðist í vasana
og lék með fólksins fé.

Hann vildi sjúga þjóðina,
þá varð henni ekki um sel,
því greyið var sko afæta,
það gekk nú ekki vel.

2.
Björgúlfsaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
Hann skreið úr skipi hafsins
og skaust í bankann inn.

Hann faldi sig í Rússlandi
og froðunni stal,
meðan bjórmeistarinn átti
við Yeltsín gamla tal.

3.
Bjármann hét sá þriðji,
böðullinn sá.
Hann krækti sér í milljarða
þegar kostur var á.

Hann hljóp með þá til Noregs
en hirti ekki um sjóðina,
sem féllu hver af öðrum
við sjáum núna slóðina.

4.
Sá fjórði, Bændasleikir,
var fjarskalega sljór.
Og ósköp varð hann leiður,
þegar bankadruslan fór.

Þá þaut hann eins og Welding
og þotuna greip,
og flaug með henni í London
því krónan var svo sleip.

5.
Sá fimmti Smárasnefill,
var skrítið fjármagnsstrá.
Þegar hinir fengu í nefið
hann barði dyrnar á.

Þeir ruku'upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti' ann sér að pokanum
og fékk sér góðan verð.

6.
Sá sjötti Sigjónárna,
var alveg dæmalaus.-
Hann framundan rústunum
rak sinn ljóta haus.

Þegar fólkið vildi skýringar
á auralausum reikningum,
hann slunginn var að afsaka
og skyldi ei neitt í hlutunum.

7.
Sjöundi var Heiðarmár,
sá var sjaldan sýndur,
ef fólkið vildi tal af 'onum
hann var alltaf týndur.

Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó þjóðarskútan maraði
þá hálfu kafi í.

8.
Baugabur, sá áttundi,
var skelfilega þver.
Hann hluta keypt'af bönkunum
með hluta úr sjálfum sér.

Svo lánaði hann sér milljarða
og yfir öðrum gein,
uns hann stóð á blístri
og stundi og hrein.

9.
Níundi var Nógafaur,
næmur á fé og snar.
Hann hentist út um heiminn
og hluti keypti þar.

Á enskum bita sat hann
í símaleik
og át þar hluti drjúga,
enga Breta sveik.

10.
Tíundi var Skallakjaftur,
tungulipur mann,
sem hamaðist á landslýð
og æsti upp hann.

Ef vammlegt var hvergi
né ósiðlegt að sjá,
hann oftast nær seinna
í það reyndi að ná.

11.
Ellefti var Stjórnaskelfir
aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hláleg
og heljarstór eyru og nef.

Ef fnyk af féhyggju
ekki hann fann,
þá léttur, eins og reykur,
lyktina upp spann.

12.
Sólráður, sá tólfti,
kunni að spinna vef.-
Hann þingmannasveitina
sveigði í kosningaþref.

Hann krækti sér í fylgi,
þegar kostur var á.
En stundum reyndist enginn
akkurinn hans þá.

13.
Þrettándi var Kreppugeir,
þá var komið kvöld,
alltaf kom hann síðastur
á bankahrunsöld.

Hann blekkti litlu börnin sín,
sem mótmæltu prúð og fín,
og trítluðu um bæinn
með spónaspjöldin sín.

Höfundur óþekktur


Ég lifi enþá.

Já þeir lifa lengst sem lýðnum er leiðast, þetta heyrði ég í bernsku og er trúlega en í fullu gildi. Allavega er ég bara sprelllifandi en hef bara verið annað að brasa en að blogga. Núna ætla ég ekki heldur að blogga neitt af viti.
Það á að gefa börnum brauð
að bíta í á jólunum.
Kertaljós og klæðin rauð
svo komist þau úr bólunum.
Hafið það gott á aðventunni og hugsið um sjálfa/sjálfan ykkur.

Jólasveinar.

Svona eru Jólasveinarnir í Dimmuborgum flottir. Þetta eru sko alvöru jólasveinar, og þeir gáfu okkur epli.  Voða gaman.

 Copy of Skólaferðalag 3 des 2008 026

 

Skólaferðalag 3 des 2008 033

Stilltir og prúðir krakkar og jólasveinar í Dimmuborgum.


Skólaferðalag 1-6 bekkjar.

Á morgun er 1-6 bekkur á Kópaskeri og Lundi Öxarfirði að fara í skólaferðalag, stefnan er tekin á Mývatnssveit að hitta jólasveinana í Dimmuborgum. Það segja mér börnin að þar séu sko alvöru jólasveinar, ekkert plat eða "plastjólar,, eins og einn sagði um jólasveinana sem hjálpuðu við að kveikja á jólatrénu um helgina. HOO hvað ég hlakka til þótt við höfum líka farið þangað í fyrra. Ég vona bara að þeir taki ekki feil á mér og mömmu sinni Grýlu gömlu. Grin Svo á að fara í Vogafjósið líka, bæði í kaffi og kvöldmat.  Einn jóli ætlar að koma með okkur í íþróttahúsið þarna á milli þess að við étum. Á heimleið er áætlað að stoppa á Húsavíkinni og sjá Emil í Kattholti. Seint og um síðir komum við svo heim aftur. Það held ég að jólin hljóti að fara að nálgast eftir hittinginn við Jólasveinana.  W00t Það er eins gott að muna eftir myndavélinni.


Höfundur

Guðrún Jónína Eiríksdóttir
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
54 ára kerling bý á Kópaskeri, bjó áður í Ystuvík og á Akureyri, uppalin í Nýlendu á Stafnesi og  margra barna mamma fósturmamma og amma sem hefur ýmsar skoðanir á lífinu.  
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband