Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Til hamingju með Reykjanesbrautina.

Ég gleðst yfir þessari frétt. Smile Allveg var komin tími á að þessi vegarspotti kláraðist.

Til hamingju  Ísland.

Vonandi fækkar slysum þarna á komandi vetri.


mbl.is Nýr kafli á Reykjanesbraut tekinn í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Millur

Já ekki skil ég hverjum þeir ætluðu að selja íbúðirnar.Sennilega er þetta líka einstaklingar sem ætluðu að byggja en sjá ekki fram á að geta það. Þótt margir hafi flúið af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðissins þá er ég svo heimsk að ég skil ekki hvernig hægt var að byggja þar endalaust. Já ég hef sko heyrt að það sé betra fyrir þjóðarbúið að ALLIR ættu heima í Reykjavík, en það kaupi ég ekki. Ég skil til dæmis ekki hvernig ég ætti að geta keypt eða leigt íbúð á höfuðborgarsvæðinu með þær tekjur sem ég hef. Ein aðal ástæðan fyrir því að ég flutti frá Akureyri til Kópaskers var að hér fékk ég einbílishús ódýrara en litla íbúð á Akureyri. Það væri ekki fyrir bílskúr í Reykjavík. ( og láglauna vinnu) Knús til ykkar.
mbl.is Milljarða bakreikningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ ekki snjó.

Ég ræð víst ekki við veðrið frekar en  kreppuna. En hér er en hiti enþá yfir frostmarki þótt sennilega sé stutt í frostið.  Það er orðið grátt í fjöllum, ég sem þarf að fara til Akureyrar að sækja mannin í flug og er en á sumardekkjunum.  Þoli ekki hálku Crying 

Hafið það gott og munið að brosa.Smile


mbl.is Skúrir og slydduél sunnanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendsk framleiðsla

Já þetta er sennilega íslensk framleiðsla,,,, en ólögleg og ég ætla ekki að hvetja fólk til að snúa sér að henni. Þegar ég var í Hollandi í sumar þá horfði ég dáleidd á fólk vefja og reykja hass, enda er ég barn á því sviði.

Þetta var eins og að vera í ruglaðri mynd. Ég sat og prjónaði úr lopa á meðan ég spáði í fólk sem var að reykja hass. Ókey ég er ekkert veraldarvön enda bý ég á Kópaskeri, þar sem internetið var fundið upp af vini mínum Pétri Þorsteinssyni. Hafið það gott og passið ykkur á kreppunni.


mbl.is Ólögleg plönturækt í Breiðholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar voru nú ekki beint vinir Íslands í þorskastríðinu.

Breskir ráðamenn viðrast ekki hafa lært það í þorskastríðinu  að LITLA Ísland er stórasta land í heimi.

Vonandi komast þeir að því núna. Og vonandi verður skoðað hvort hægt sé að kæra þá.   Var að skoða pistil Eiríks Bergmanns Einarssonar

http://www.leit.is/thjonsla/go.aspx?url=http://www.mbl.is&mid=254


Mikið gruggugt vatn.

Það virðist vera hálf óhuggnanlegt vatnið þarna, ekki vildi ég detta í það.  Ég tjaldaði nú einu sinni þarna fyrir neðan Ása, þá var sko sól og blíða.

Hafið það sem allra best á krepputímum.


mbl.is Hlaupið í hámarki við Ása
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á bara að henda fólkinu út á guð og gaddinnn strax í dag?

Ég held að þetta sé bara byrjunin, miklu fleiri eiga eftir að missa vinnuna. Það mun ríkja mikil hræðsla hjá öllu bankastarfsfólki og mörgum öðrum á Íslandi. Fyrirtæki munu fara umvörpum á höfuðið, því miður og einstaklingar fylgja þar á eftir, því ekki borgar þú reikninga án atvinnu.
Ef jafn mikið er að marka ummæli ráðamanna um að innistæður og sparífé fólks sé tryggt og ýmislegt annað sem þeir hafa verið að lofa upp í ermina á sér, þá er því miður engu að treysta um það. Allavega mundi ég ekki éta hattinn minn upp á það.
Reynið samt að sofa rótt því það bjargar engu að verða andvaka.
mbl.is Óvissa með uppsagnarfrest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Selur

Já mikið finst mér gott að það séu ekki allar fréttir um helv... fjármál.  Held samt að þeir sem búa á Grenivík hafi oft séð sel en kanski ekki veikan uppi á landi.
mbl.is Selur í fjörunni á Grenivík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðrún Jónína Eiríksdóttir
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
54 ára kerling bý á Kópaskeri, bjó áður í Ystuvík og á Akureyri, uppalin í Nýlendu á Stafnesi og  margra barna mamma fósturmamma og amma sem hefur ýmsar skoðanir á lífinu.  
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband