Leita í fréttum mbl.is

Mikið er ég fegin.

Mikið er ég fegin núna að vera bara á gamla Peuoget bílnum mínum árgerð 1997/kom á götuna 1996. Hann á ég skuldlausan,hef átt hann í 10 ár og ef ég verð góð við hann og klappa honum annað slagið þá gæti hann dugað næstu fimm árin. Þessi bíll er nú svo lár að hann fer lítið í snjónum sem kemur oft hér á Kópaskeri og þeir sem eru á upphækkuðu jeppunum sínum hlæja eflaust að mér en verði þeim þá að góðu lánin sem hækkuðu um helming. Eitthver þekkir eflaust til og spyr eigið þið ekki jeppa líka? Svarið er ekki ég, en ég á mann sem á JEPPA Galloper árgerð 2000 og hann er búin að eiga hann í fimm ár og er enginn skuld á honum heldur. Það er mjög sjaldgjæft að ég fari eitthvað á jeppanum, mér finst leiðinlegt að keyra hann og svo eyðir hann mikið meira af olíunni en minn af bensíni. Við hefðum getað selt/látið báða bílana til samans fyrir svona 300.000-400.000 hugsa ég og keypt einn góðann sem bæði hefðu sætt sig við á svona 3.000.000-5.000.000. Þar sem við værum þá að spara tryggingar og þungaskatt af öðrum bílnum þá hefðum við getað greitt nálægt 500.000 í peningum og tekið lán fyrir afganginum. Lánið væri í erlendri mynt og stæði kanski í svona 6.000.000 kr núna (glæsilegt væri það og maðurinn orðin öryrki). Við eigum líka heilt hús á Kópaskeri og það finst okkur gott því hér er gott að búa, en ef okkur langaði að flytja þá erum við í vondum málum. Matsverð á einbýlishúsi með bílskúr er um 5.700.000 og söluverð hér er svona 7.200.000-9.000.000 á húsum af svipaðri stærð + að það selst lítið sem ekkert af húsum hér.. Hver færi svo sem að flytja út á land þar sem ekki er nein/lítil vinna? Kanski atvinnulausir eða öryrkjar? Ég búin að komast að því að ég hlýt að vera dálítið biluð að koma hingað og ekki síður maðurinn minn sem flutti til Kaliforníu/L.A. 11 ára og var þar í 17 ár og honum finst æðislegt að vera hér. Sumum er ekki við bjargandi.

Ef fólk vill koma með atvinnu hingað eða peninga og hugmyndir þá eru allir velkomnir og nokkur hús til sölu, heilsugæsla með mjög góðum lækni sem býr í nágrenninu, sjúkraþjálfun, hárgreiðsla, verslun, leikskóli, skólinn er í 20-25 mín í burtu. Norðurþing ákvað að sameina skólana í Lundi og á Kópaskeri í haust og hafa staðsetninguna í Lundi svo ekki er komin reynsla á það en ég veit að allir sem koma að skólastarfinu gera sitt besta til að börnunum líði vel þótt mikil óánægja sé meðal Kópaskersbúa á flutningi skólans, sem skiljanlegt er.

 Ég hef ekki heilsu í að blogga um pólitíkina og lögbönn. Þarf líka að lesa betur heimavinnuna til þess. Veit bara að peningar ráða öllu og öllum hvort sem þeir koma frá Kína, Bretlandi eða Hollandi. Eigið góðar stundir ef þið getið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert heppin Dúna mín og vertu bara ánægð með bílaflotann þinn
Þú átt hann þó skuldlausan, ég er heldur ekkert að blogga um sorann sem gengur yfir okkur núna það er eigi þess virði að ergja sig á því.

Það er gott að búa úti á landi, ég er nú fædd og uppalin í Reykjavíkinni, en hef aldrei viljað búa þar, var ég nú á þínum heimaslóðum Sandgerði í 27 ár og það var gott að ala upp börnin sín þar.
Kveðjur austur til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.8.2009 kl. 11:59

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Fín færsla.

Rut Sumarliðadóttir, 4.8.2009 kl. 12:48

3 Smámynd: Jón Arnar

Já "puffinn" er góður bíll og einn slíkur var keyptur hér 2006 (207týpa).

Og við félagarnir (puffinn&egó) erum að fara í laangan túr á fimmtudaginn upp Svíþjóð (næstum því upp til Falun) í annað sinn eftir að við "náðum saman"  annars er hann mest i að skutla mer i vinnuna og aftur heim :-)

blogg um politik er frekar leiðlegt en þó nauðsyn fyroir marga til að losa "trykkið"

Jón Arnar, 4.8.2009 kl. 12:54

4 Smámynd: Sverrir Einarsson

isss piss segi ég nú bara, ef þið byggjuð í tjöruborg þá væruð þið sko talin vera dæmigert 2007 fólk...........2 bílar og einbýlishús.......en þið sleppið sko við þann stimpil þar sem þið búið á besta stað í heimi....alveg skuldlaust...þó lítil sé vinnan þá gæti ræst úr því eins og hendi sé veifað hver veit...........snjór á götum eru forréttindi (hér verður í mestalagi saltpækilshrærigrautur) þið hafið búð (ég fer alltaf í sömu búðina hér fyrir sunnan svo hvað að gera með fleirri) heilsugæslu n.b. með lækni ( það tekur mig minnst 7 - 10 daga að fá tíma hjá heimilislækninum mínum) góðann skóla hvort sem hann er haldinn á Kópaskeri eða Lundi hehe....þegar ég var að klára gaggó á sínum tíma tók það mig minnst 45 mín að fara í skóla með "skólarútunni" (strætó) og enginn sagði orð, þótti bara sjálfsagt......

Þannig að .......hvað er betra en að búa á Kópaskeri?

Sverrir Einarsson, 4.8.2009 kl. 17:30

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir falleg orð í minn garð elsku Silla mín, þú ert líka yndisleg.
Ég mundi nú ráðleggja Sverri að flytja bara aftur norður, færð tíma hjá lækni samdægurs sko ég meina vaktlækni.

Kærleik til allra
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.8.2009 kl. 19:06

6 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já ég hef ekki áhyggjur af mér en spái stundum í hvað ég sé heppin að hafa ekki freistast til að taka lán. Ég veit að dæturnar og þeirra menn hafa sumar ansi há lán. Þær eru nýlega búnar að kaupa íbúðir, sumar í Rvík og aðrar á Akureyri, þótt ekki hafi þær keypt stórt þá er eins gott að báðir aðilar hafi vinnu til að hægt sé að redda málunum.

Takk fyrir, og já Sverrir hvers vegna fóstu af Skerinu? Var enginn vinna???

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 5.8.2009 kl. 00:48

7 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Góða ferð Jón Arnar.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 5.8.2009 kl. 00:49

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Dúna mín.

Flott blogg hjá þér. Margir eiga í miklum vandræðum vegna lána sem hækka og hækka og launin lækka á sama tíma ásamt allri almennri þjónustu. Hita og rafmagnsreikningar hækka og matvaran hækkar.

Jóhanna verður að fara að standa við loforðin um að slá Skjaldborg um heimilin.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.8.2009 kl. 21:26

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 6.8.2009 kl. 06:47

10 identicon

Ég er nú búin að læra þá lexíu í þessari kreppu að ég kaupi ekki bíl aftur nema að eiga fyrir honum. Myntkörfuvagninn minn kemur sennilega til með að fara yfir 5 milljónir í verði þegar upp er staðið. Glæsilegt eða þannig. Hann kostaði rétt um 2 millur þegar ég keypti hann 2006. ÉG horfi ennþá saknaðar augum á eftir gamla bílnum mínum sem gengur eins og klukka þótt hann sé orðin 13 ára gamall. Ég var frjáls á meðan ég átti hann.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Jónína Eiríksdóttir
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
54 ára kerling bý á Kópaskeri, bjó áður í Ystuvík og á Akureyri, uppalin í Nýlendu á Stafnesi og  margra barna mamma fósturmamma og amma sem hefur ýmsar skoðanir á lífinu.  
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband