Leita í fréttum mbl.is

Sunnudagskvöld.

Á föstudagskvöld fór ég til Aðalbjargar (skólastjóra) að spila Risk langt fram á nótt og morguninn eftir fór ég í Eyjafjörðinn út í Laufás þar sem Snæbjörn frá Nolli var jarðsunginn. Færðin var mjög leiðinleg enda var ég klukkutíma lengur á leiðinni en venjulega í góðri færð. Marga hitti ég sem ég hef ekki hitt lengi td. foreldra hennar Líneyjar bloggvinkonu þau Dúnu nöfnu(Guðrúnu Fjólu) og Sveinberg í Túnsbergi. Svo leit ég við í Sigluvík hjá Kikku og Birgir, alltaf gott að sjá þau enda fékk ég æðislegt læri í kvöldmat. Gisti svo hjá dótturinni Siggu Möggu, Stip og börnunum fjórum. Á sunnudaginn kom ég við hjá miklum vinum mínum þeim Möggu og Óskari frá Selárbakka en ég hafði ekki komið í íbúðina þeirra á Akureyri áður. Mæðginin eru búin að koma sér vel fyrir og það var náttúrlega æðislegt að hitta þau eins og alltaf.

Stjórnmál, Æ Æ Silla systir sem varð amma í 13 skiptið 20 febr, hún getur séð um það núna.

Kvitt og kveðja, munið að kvitta þið frábæru manneskjur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

 Já við skulum ekkert ræða um stjórnmál það er eitt í dag og annað á morgun.

 En hvað sem öllu þessi rugli í landanum líður verðum við að hittast ég og þú !

Hlakka mikið til þess að hitta þig

Kærleikur þér til handa Ásgerður

egvania, 23.2.2009 kl. 02:06

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 23.2.2009 kl. 06:00

3 Smámynd: Líney

Innlitskvitt og knús  til þín

Skil  þig vel að láta  Sillu bara  um ´stjórnmálabloggið  :)

Alltaf  gaman að hitta  fólkið sitt og aðra  kæra sem  maður þekkir ,ég sé  pabba og mömmu sennilega  ekki fyrr en í apríl,þá   fermist fimmta  barnið  mitt

Líney, 23.2.2009 kl. 08:44

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Silla, þetta er afmælisdagurinn hans pabba, til lukku. Ég er með æluna fyrir pólitík þessa dagana. Ætla bara að vera góð. Í bili.

Rut Sumarliðadóttir, 23.2.2009 kl. 13:47

5 Smámynd: Anna Guðný

Ég var orðin svo þreytt á þessu stjórnamálabulli um daginn að ég hef ekki fylgst með nógu vel. Kannski maður fari að vakna aftur.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 23.2.2009 kl. 23:55

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

É segi nú bara hæ Dúna mín gott að ferðin gekk vel.
Þú kemur bara við næst er þú ert á ferðinni

Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.2.2009 kl. 14:02

7 Smámynd: egvania

Halló Laufeyjar systir.

Þú talar um Sigluvík kannastu við nöfnin Sigurbjörg og Hilmar.

Kveðja Ásgerður

P.S. það er eitthvað við það að skrifa Laufeyjar systir.

egvania, 24.2.2009 kl. 19:33

8 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Hæ stelpur það vantar bara að eitthver segi Dabbýar systir, en Dabbý er ekki með síðu en þá, enda lang yngst.  Knús og kveðja til ykkar.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 25.2.2009 kl. 00:00

9 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Hee nei Silla mín ég er ekki og hef aldrei verið neitt voða skotin í Dabba, en fanst hann standa sig betur en oft áður í Kastljósinu. Held bara að hann hafi misst bæði heyrn og sjón þegar hann sagðist ekki vita að honum væri vantreyst.

Knús og kveðja.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 25.2.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Jónína Eiríksdóttir
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
54 ára kerling bý á Kópaskeri, bjó áður í Ystuvík og á Akureyri, uppalin í Nýlendu á Stafnesi og  margra barna mamma fósturmamma og amma sem hefur ýmsar skoðanir á lífinu.  
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband