Leita í fréttum mbl.is

Jólahátíð

Já nú styttist óðum í jólin, á morgun mun vera Þorláksmessa sem þýðir Skata húsbóndinn ætlar að elda skötuna í bílskúrnum svo ég kafni ekki. Ég fór til Akureyrar á laugardag og kom aftur heim á sunnudag. Já ég fékk nóg af rándýrum búðum og svoleiðis stússi, náði samt að kaupa jólagjafir handa barnabörnunum þótt mér ógnaði verðið á öllu.

Til dæmis fór ég í Bónus bæði á laugardag og sunnudag og skoðaði verð á sykri í bæði skiptinn en sá að hann hafði hækkað um 50 krónur milli daga, það finnst mér ansi mikið.

Ég er heppin að búa á Kópaskeri, hér er búð með flestri matvöru sem ég þarf (svelti ekki)og ég eyði minna því það fæst ekki svo mikill óþarfi hér eins og á stærri stöðum(Ég bíð bara eftir að Kristbjörg og Óli hætti að selja eitur(tóbak)þá yrði ég kannski rík. Ég ætla að biðja ykkur að leggjast á bæn og biðja þess að ég hætti þessum óþvera á nýju ári(helv... tóbak)

En hér á bæ erum við sallaróleg, litla jólatréð komið á sinn stað og við gömlu hjúin ein heima því fósturdóttirin fór suður til mömmu sinnar eins og Goggi.

Hafið það gott ekkert stress.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hér er líka allt að komast á jólaról. Maturinn er ekki ódýr hér frekar en á Akureyri. Kornflexið sem ég hef borðað á morgnanna hefur hækkað um 70% þannig að nú borða ég bara hafragraut. Tími ekki lengur að kaupa kornflexið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.12.2008 kl. 21:55

2 identicon

Það er aldeilis gott að þú þarft ekki að þola skötulyktina í þínum húsum á morgun, mikið er maðurinn góður að sjóða hana út í bílskúr. Það er nú ljóta pestin af þessum úldna mat.

Hafðu ljúfan Þorláksmessudag

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 23:34

3 Smámynd: Líney

Gleðileg jól til þín og þinna  Dúna  mín Farið vel með ykkur.

Líney, 23.12.2008 kl. 01:46

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gleðileg jól

Jónína Dúadóttir, 23.12.2008 kl. 06:23

5 Smámynd: Dóra

 ó, hvað ég væri til í skötu... Elska hana .. fæ vatn í munninn bara við að hugsa um hana... Gæti þess vegna borðað hana á aðfangadag..

 Elsku Dúna mín ég vil óska þér og fjölskyldunni þinni gleðilegrar jóla og takk fyrir það sem liðið er og takk fyrir bloggið.. og vináttuna sem þú hefur sýnt mér .. Jólakveðja frá Esbjerg Dóra

Dóra, 23.12.2008 kl. 08:59

6 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Hafðu það gott í skötupartíinu Dúna mín

Sigríður Jóhannsdóttir, 23.12.2008 kl. 12:06

7 Smámynd: Erna

Gleðileg jól Dúna mín

Erna, 23.12.2008 kl. 17:01

8 Smámynd: Sverrir Einarsson

Verði þér skatan að góðu. Nú verður systir ekki ein um að svæla þorpsbúa í burtu í hádeginu hehe.

Gleðileg jól á þig og húsbandið.

Sverrir Einarsson, 23.12.2008 kl. 21:08

9 Smámynd: Sverrir Einarsson

Hér er ekta Reykjavíkur veður rok og rigning og ég sem á eftir að keyra út jólakortin mín hér í tjöruborginni............en ég á vatnsheldann bíl.

Sverrir Einarsson, 23.12.2008 kl. 23:52

10 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Gleðileg jól elskuleg og hafðu það gott yfir hátíðarnar

Sigríður Jóhannsdóttir, 24.12.2008 kl. 13:59

11 Smámynd: Sigurbjörg

Hæhæ Dúna mín :)

Er sjálf búin að ákveða að hætta að reykja 10.jan þannig að nú krossa ég fingur fyrir okkur báðar !

Sigurbjörg, 27.12.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Jónína Eiríksdóttir
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
54 ára kerling bý á Kópaskeri, bjó áður í Ystuvík og á Akureyri, uppalin í Nýlendu á Stafnesi og  margra barna mamma fósturmamma og amma sem hefur ýmsar skoðanir á lífinu.  
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband