Leita í fréttum mbl.is

Svaf vel í jarðskjálftanum.

Auðvitað svaf ég eins og steinn þegar jarðskjálftinn varð hér í Öxarfirði, enda hef ég sofið af mér efnahag allra landsmanna líka. Svona hér um bil allavega.  Annars er allt gott að frétta af mannlífi hér á þessum útkjálka, hér er gott að vera eins og allsstaðar annarsstaðar ef vinna er fyrir hendi. Ég hef oft sagt að ég gæti allsstaðar búið ef ég ætlaði mér það, held að eitthvað sé til í því.  Ég er búin að prufa að vera bóndi og ekki öfunda ég þá núna. Við verðum að vera góð hvort við annað og muna að brosa þrátt fyrir erfiðleika, það hefur margföld áhrif.Smile 

Eitt lag hefur djöflast í kollinum á mér.

það er.

 

Brú yfir boðaföllinn

Ef þú átt erfitt,

 

sérð enga von,

 

þú veist þú átt mig að

 

óháð stund og stað.

 

Ég verð hjá þér,

 

vef þig í örmum mér,

 

og skal þér vísa veg.

 

Eins og brú yfir boðaföllin

 

ég bendi þér á leið.

 

 

 

Margt miður fer,

 

margt bölið er.

 

Og margur er í leit

 

að sjálfum sér.

 

Sjá, þú átt völ,

 

að sigra dauða og kvöl.

 

Ég þerra öll þín tár.

 

Eins og brú yfir boðaföllin

 

liggur okkar leið.

 

 

 

Yfir lönd og höf,

 

út á ystu nöf,

 

átt þú mig að, já

 

út yfir dauða og gröf.

 

Ég elska þig

 

og ef þú ákallar mig

 

og allir bregðast þér,

 

eins og brú yfir boðaföllin

 

birtist lífsins leið.

 

Eins og brú yfir boðaföllin

 

ber ég þig á leið.

 

 

 

Höfundur. Ómar Ragnarsson

 

Hafið það sem best og knús í nóttina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Líney

Satt er það,hægt að aðlagast allstaðar en samt blundar alltaf í manni upprunin,ég verð alltaf sveitastelpa inn við beinið þó ég búi ekki í sveitinni lengurknús inní daginn til þín.

Líney, 21.10.2008 kl. 11:24

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott eftir Ómar, satt við verðum og erum góð við hvort annað.
Ef maður er hamingjusamur þá lýður okkur vel hvar svo sem við búum
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Jónína Eiríksdóttir
Guðrún Jónína Eiríksdóttir
54 ára kerling bý á Kópaskeri, bjó áður í Ystuvík og á Akureyri, uppalin í Nýlendu á Stafnesi og  margra barna mamma fósturmamma og amma sem hefur ýmsar skoðanir á lífinu.  
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband